Markmið ríkisstjórnar - allir menntaðir og vinnufærir einstaklingar farnir 2013

Norræn velferðarstjórn.

Hefur einhver heyrt eitthvað sniðugra? Jú - hún er til, en ekki hér. Og markmið ríkisstjórnar virðist vera að senda alla menntaða og/eða vinnufæra einstaklinga úr landi. Þeir sem munu halda uppi þjóðarbákninu eftir 3 ár, með þessu framhaldi, eru ellilífeyrisþegar.

Það er löngu ljóst (sérstaklega eftir nýja fjárlagafrumvarpið) að það á ekki að vera hér tækifæri fyrir fólk að leita sér atvinnu, auka þjóðartekjur eða hagvöxt. Það skal allt drepið niður með skattpíningu og samdrætti hins opinbera.

Guð gleypi okkur. Hefur enginn í þessari ríkisstjórn hlotið neina menntun í efnahagsstjórnun? Veit þetta fólk ekki að í svona neyð þarf að lækka skatta og auka atvinnutækifæri? Hið opinbera á einmitt að sjá um innspýtingu fjármagns til neyslunnar á svona tímum.

Í stað þess að líða hægfara "harakiri" má þá ekki bara bjóða AGS og þeim kónum landið á uppboði strax? Það er ekki hægt að fá inn fyrir vöxtum þessa lánafyrirtækis með því að klípa fé af ellilífeyrisþegum.

En þetta sér ríkisstjórnin ekki. Smá kúrs í fjármálum 101 - of skuldug fyrirtæki eru áhættusöm og almennir fjárfestar ganga framhjá slíku, nema með þvílíkum afslætti. Ísland er eins og stórt fyrirtæki sem reynir að fleyta sér með því að taka lán til að greiða arð til örfárra hluthafa fremur en að breyta stjórnháttum og auka arðsemi.  Þetta fyrirtæki "Ísland" væri ekki hátt skrifað á almennum hlutabréfamarkaði erlendis.

Hinsvegar, ef til kæmi öflugur stjórnandi sem leitaðist við að breyta stjórnun þessa fyrirtækis með arðsemi í forrúmi (af gjöfulum auðlindum) í stað þess að skuldsetja það um of, mundi fjármálamarkaðurinn sennilega taka við sér mjög fljótt.

En - takið eftir - í stórum fyrirtækjum er það ekki pólitík og einkahagsmunavæðing sem gengur upp - slíkt er dæmi um skjótan dauða (a la Enron). Hjá stórum fyrirtækjum er góð stjórnun, einbeyting á arðsemi, góð fjárfesting ofl. sem gerir það að góðu fyrirtæki. Það er reynt að koma í veg fyrir - með öllum ráðum - að fólk geti makað sinn krók á kostnað hluthafa.

Án breytinga - strax - er "fyrirtækið" Ísland búið að vera.

Og þetta er bara fjármál 101 - síðan er hagfræði 101 eftir. Og þar er málið jafnvel enn verra!


mbl.is Fæðingarorlof skert á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Vandamálið er að þó vinstra liðið hafi ágætan hagfræðing innan borðs þá hlusta þau ekki á hana. Kannski lærði hún ekki í Austur þýskalandi og því er ekkert marka á henni takandi.

En þú hefur rétt fyrir þér og það er sorglegt að horfa upp á þessa vitleysu fá að viðgangast. Almenningur þarf að taka sig til og hreinsa út af Alþingi í hvelli áður en verr fer. 

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2010 kl. 03:30

2 Smámynd: Oddný

Ég bíð enn eftir að þeir lækka launin sín og taki fríðindi af, þetta er orðið sorglegt, ég stefni á að flytja úr landi vonandi fljótlega, þetta er ekki hægt lengur....

Oddný, 3.10.2010 kl. 11:42

3 Smámynd: Guðjón Emil Arngrímsson

Enron er einmitt dæmi um það, þegar stjórnendur og þeir sem unnu í fyrirtækinu sköruðu eld að sinni köku á kostnað hluthafa sem fengu ekki rönd við reist. Hlutafarnir misstu svo allt sitt í því hruni. Mörg fyrirtæki voru stofnuð hér á landi í þeim tilgangi einum að gera akkúrat það sem gert var í Enron. Fyrirtækið Ísland hf. hefur yfir 300,000 hluthafa, en er rekið til þess að greiða 500 einstaklingum arð. Það er rekið af amatör stjórnendum sem hafa langflestir lært allt annað en að reka stórfyrirtæki. Hluthafa fundur er einu sinni á 4ra ára fresti, þar sem ný stjórn er kosin en alltaf úr hópi fyrrverandi stjórnenda í besta falli, en annars endurkjörin. Sama hversu ílla tekst til í stjrórnuninni. Og "hluthafarnir" borga alltaf brúsann og eru neyddir til þess að leggja inn nýtt hlutafé hvort sem þeim líkar betur eður ei. Aðeins kemur til greina, að færa sig yfir í annað fyrirtæki, að mestu Noreg hf. og það fyrirtæki nýtur góðs af, enda besta fólkið farið þangað.

Ég er sammála því að það þurfi einn öflugan frostjóra, "Diktatör" sem stjórnar öllu og ber alla ábyrgð. Með 100 millur á mánuði. Skiptir ekki máli svo lengi sem hann sér til þess að fyrirtækið skili arði til hinna 300,000 hlutafa.

Guðjón Emil Arngrímsson, 3.10.2010 kl. 13:55

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Öflugar forustumann með góða og vel valda meðstjórnendur sem hafa hag sinn að því að fara eftir settum reglum og halda gagnsæi í lagi til að auka tiltrú hluthafa og aðra mögulegra fjárfesta.

En spilling getur ekki virkað í svona fyrirtæki - það er alveg ljóst.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 3.10.2010 kl. 19:50

5 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Hvar ætlum við að finna þann stjórnanda??? Mér þykir harla fátæklegt að líta á þingheiminn, þar eru (nánast) eingöngu konur og menn sem vilja skara að sinni köku. Enginn þeirra hefur reynt að koma arði til okkar "fjárfestana" sem leggjum endalaust fé í þetta fyrirtæki.

Ég borga með glöðu geði skatta til okkar ríkis, ef ég sæi það gera eitthvað fyrir mig. Ekki bara borgað ríkisstjórnarmönnum fyrir að hangsa á þingi, klóra sér í höfðinu og reyna að finna upp hjólið sem löngu er búið að finna upp.

Að vera svo hrokafull að halda að ekkert annað land hafi lent í svona hruni og að þau lönd hafi ekki notað einhverjar aðferðir til að rétta það við. 

Það er búið að sýna fram á það að þau lönd sem fengu AGS eru enn að basla. 

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.10.2010 kl. 00:13

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Persónulega mundi ég treysta Lilju Móses til að leiða hóp góðs fólks í kreppunni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.10.2010 kl. 09:53

7 Smámynd: Kristín Magdalena Ágústsdóttir

Ég er nú sammála þér, ég treysti henni líka og eins Þór Saari. Þetta er nú svolítið ýkt hjá mér, að það sé ekki neinn á þingi sem eitthvað getur. En það verður nú samt að viðurkennast að það eru samt ekki margir. Allavega ekki sem ég treysti.

Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 4.10.2010 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband