Og enn misskilur Jóhanna.

Það er með ólíkindum hvað erfitt getur verið að ná til sumra.

Mótmælin í gær voru ekki einungis vegna skuldsettra heimila og fyrirtækja. Heldur allt það sem misfarist hefur að gera undanfarin tvö ár og hvernig hefur verið tekið á málum almennt.

Fólk getur orðið ekki framfleytt sér og sínum. Ríkið sker niður á alla kannta og fólk missir atvinnu sína. Skattar eru hækkaðir sem fara beint í neysluna og tryggingargjald var hækkað á fyrirtækin sem gerir atvinnuumhverfi en þröngara. Þetta er bein tilstuðlan að frekara atvinnuleysi og skorti.

Í 15,5% kaupmáttarrýrnum hafa bætur til þeirra einstaklinga sem ekki fá vinnu þar sem hana er ekki að hafa, ekki hækkað. Þeir geta ekki drýgt tekjur sínar smávægilega án þess að það sé dregið af allt of lágum framfærslubótum. Þetta fólk má ekki einu sinni drýgja framfærslu sína með eigin séreignarlífeyrissparnaði því það er dregið af bótunum líka.

Margir þessara einstaklinga eru nú þegar hættir að borga af húsnæði þar sem mánaðartekjur nægja ekki einu sinni til framfærslu fjölskyldu.

Auðvitað er skuldavandinn stór - en vandinn er bara orðinn svo miklu stærri. Og þetta virðist ríkisstjórnin ekki skilja, enda hefur fólk þar úr nógu að moða.

Þegar kreppir að í þjóðfélagi á ríkið einmitt að skapa tekjur og þenja út þjónustu til að skapa störf. Ekki draga saman í sífellu. Það þarf að auka verulega innspýtingu fjármagns í atvinnulífið - ekki útbólgnar of stórar fjármagnselítur og fyrirtæki.

Ef vandi þjóðarinnar er ekki orðinn ljós þarna fyrir ríkisstjórn og hún áttar sig ekki á því að aðgerðarleysi þeirra er orðið til þess að fólk er hætt að geta framfleytt fjölskyldum sínum, þá gagnast samstaða við stjórnarandstöðu lítið.

Það væri hinsvegar hægt að byrja á einum punkti. Setja Steingrím í frí og láta Lilju Móses fá hans stöðu. Hún hefur mun meiri skilning á vanda þjóðarinnar en ríkisstjórnin öll til samans.

Setjið svo Þór Saari í stól Jóhönnu.

Fólk er að biðja ykkur - sérstaklega ykkur tvö, Jóhanna og Steingrímur, að víkja úr sætum ykkar. Það er ekkert flóknara.


mbl.is Mikilvægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þau leika sér að "eldinum" sem kallar ekki á gott

Jón Snæbjörnsson, 5.10.2010 kl. 13:53

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jóhanna gaf veika von um að hún myndi stíga til hliðar - Guð gefi að það viti á gott -

Dagurinn í dag er kjörinn til þess - u.þ.b. 7 stiga hiti í Reykjavík - milt veður - og kyrrt -

Margar tunnur bíða þess að verða barðar í ólögulegar hrúgur -TugÞúsundir heimila bíða eftir því að andlegt samband komist á við ríkisstjórnina -

En það dugar skammt að öflugur sendir landsmanna sendi út neyðarköll ef slökkt er á móttakara stjórnarinnar.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 6.10.2010 kl. 07:00

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Berjiði tunnur eins og óð væru. Kemst því miður ekki sjálf í tunnuslátt í kvöld þó ég gjarnan vildi. En þessir atvinnupólitíkusar verða að koma sér af sínum áratugagamla vinnustað svo þjóðin geti blómstrað með sérfræðingum í fararbroddi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.10.2010 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband