Er stjórnin endanlega farin yfirum?

Það var vitað að á sama tíma og Jóhanna reynir að koma ábyrgð yfir á bankana eru 4/5 eða 80% uppboða í boði ríkisins sjálfs. Hvað eiga bankarnir að gera í því Jóhanna? Setja á þig lög?

Nei - þetta er gjörsamlega að taka steininn úr vitleysunni. Funda með bönkunum og skammast en þegja þunnu hljóði yfir eigin sekt. Ríkið heimtar alltaf sitt.

Það getur verið að jafn þaulsetnir pólitíkusar eins og Jóhanna og Steingrímur átti sig ekki á því að þjóðin er orðin mjög upplýst um vandann og fyglist grant með. Það þýðir ekki lengur að stunda þessa gömlu lyga og kjaftapólitík sem snýst um að hvítþvo sig ábyrgð en gera á sama tíma ekkert í vandanum. Við hlustuðum kannski einu sinni og trúðum í einfeldni - en sá tími er liðinn.

Og ykkar tími er liðinn líka. Þess fyrr sem þið skiljið það þess betra.


mbl.is Verða 73 þúsund heimili eignalaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er mikið til í þessu hjá þér. Ríkisstjórnin hefur ekki langan frest og ef þessari hringavitleysu lýkur ekki með einhverri lausn um miðja næstu viku er hennar tími þrotinn. Það er óþolandi að fylgjast með þessu fimbulfambi sem lýsir engu öðru en því að ráðherrarnir skilja bara ekki hver vandinn er.

Ríkisstjórnin virðist halda að líf hennar og framtíð sé meginefni stjórnsýslunnar.

Árni Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband