Frambjóðendur eiga ekki að greiða auglýsingarkostnað!

Nú er þjóðfundur. Fólk er að tala saman um hvernig þjóðfélagi við viljum lifa í. Það eitt fyrir sig er frábært.

Auðvitað er tíminn sem þetta fólk fær naumur og það er skammarlegt að fréttablöð t.d. Morgunblaðið hefur sett fram tilboð til auglýsinga fyrir þá einstaklinga sem vilja gera þjóðinni gagn - tilboð á tugi þúsunda til að auglýsa sig. Kapítalistminn er strax farinn að falast eftir ágóða vegna þess sem ætti að vera mikilvægasta verkefni Íslendinga. Svei ykkur - auglýsið frambjóðendur frítt og setjið alla á sama stall. Annað væri í anda þess sem við viljum burt.

Það er svo margt að í okkar litla þjóðfélagi - og einungis lausnir til fyrir auðvaldið eins og sakir standa.

Ég mæli með að fólk lesi greinina sem ég set hér inn. Líka þið sem eigið ennþá nóg og hafið ekki áhyggjur af ykkar eigin framtíð á næstunni. Þetta er Íslenskur raunveruleiki sem ENGINN hefur rétt á að loka augunum fyrir.

Gangi ykkur vel á þjóðfundinum - ég persónulega treysti á nýja stjórnarskrá.

http://www.svipan.is/?p=17396

Áfallastreita og áfallastreituröskun eru þekkt sálfræðileg og læknisfræðileg vandamál sem skilgreind hafa verið.
Starfsfólki vinnustaða er í dag oftast veitt einhverskonar áfallahjálp ef upp koma kvíðvænleg atvik á vinnustað. Allt virðist þetta þó fara eftir því hvort viðkomandi er enn í vinnu eða ekki og hvoru megin hann er í kerfinu.

Nýlega var tugum starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sagt upp og lýsingarnar af uppsagnaraðferðinni eru ekki fagrar. Allir starfsmenn sátu við borð sín þann daginn og þeir sem fengu símtal frá yfirmanni voru kallaðir inn og reknir á staðnum. Aðeins var heimilt að sækja persónulega muni á skrifborð og í fatahengi, til dæmis mátti ekki fara í tölvuna.
Fengu þessir starfsmenn áfallahjálp? Þeir eru ennþá starfsmenn út uppsagnarfrestinn, sem er í það minnsta einn mánuður hjá flestum og stundum lengri. Nei, þau voru bara rekin á dyr, engin áfallahjálp.

Nýlega kom maður á skrifstofu umboðsmanns skuldara og missti stjórn á skapi sínu þegar hann fékk þar enga aðstoð.
Sálfræðingar vita að eftirtalin atriði eru miklir streituvaldar í lífi fólks: Skilnaður, atvinnumissir eða ný vinna, flutningar, fjárhagstjón, gjaldþrot og líkir atburðir. Á Íslandi varð til orðið raðáfallastreituröskun þegar hvert áfallið rekur annað hvað eftir annað.
Gerum ráð fyrir að starfsfólk á skrifstofu umboðsmanns skuldara hafi fengið áfallahjálp eftir hina viðburðaríku heimsókn. En fá þeir, sem sækja aðstoð til umboðsmanns skuldara, áfallahjálp?

Frést hefur að nú í vikunni hafi enn einn skuldarinn fallið fyrir eigin hendi, frá konu og barni, og einu ófæddu að auki. Svipan hefur ekki staðfest þennan orðróm en hefur þó fyrir honum áreiðanlegar heimildir. Hefði áfallahjálp og sérþekking sálfræðings getað komið í veg fyrir þann hörmulega atburð?


mbl.is Þjóðfundur er hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband