Þjóðin bíður milli vonar og ótta.

Hvað gerist á Bessastöðum kl. 15:00 að staðartíma?

Mun forseti okkar samþykkja ríkisábyrgð á skuldum sem við vitum ekki hvað eru háar? Slíkt væri skelfilegt. Fæstir myndu skrifa undir óútfylltan víxil - nema jú, vitandi að aðrir þyrftu að borga. En það er óásættanlegt.

Og afhverju var 8. gr. gömlu laganna niður í nýju lögunum? Það útaf fyrir sig er hneyksli. Á að hætta að elta þá sem arðrændu okkur og láta þá komast undan með ránsfeng sinn?

"8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón."

Vissulega væri það í hag þeirra sem tóku þátt í óráðssýunni - þar með taldir alþingismenn! Hreyfingin reyndi að fá þessa lagagrein inn aftur, en viti menn - það var fellt.

Afhverju?

Spyr sá sem ekki veit....... eða hvað.

 

 


mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Til umhugsunar:

Skemst er frá því að segja að þau orð féllu frá varaformanni Sjálfstæðisflokks að óalgengt væri að flokkur í stjórnarandstöðu styddi það sem "væri rétt að gera". Þetta fundust mörgum hláleg tilmæli.

En voru þau svo hlægileg? Af hverju studdi Sjálfstæðisflokkur í stjórnarandstöðu þessi ólög? Hafa þeir mögulega mikinn ávinning af þeim?

Tja - þegar stórt er spurt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.2.2011 kl. 12:48

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kjósum!

Guðmundur Ásgeirsson, 20.2.2011 kl. 14:00

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Til hamingju Ísland!

Forseti LÝÐRÆÐISRÍKIS hefur talað. Megi hann lengi lifa.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 20.2.2011 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband