Undarlegt hvað ríkisstjórnin er hissa.....

Fæstir þekkja rökin fyrir því að við ættum raunverulega að borga fyrir einkaaðila sem settu þjóðina á kaldan klaka. Sér í lagi þegar enginn hefur verið dreginn til saka fyrir það og eignir ekki gerðar upptækar.

Hvernig væri að fara rétta leið:

Dæma hina seku. (Mjög mikilvægt fyrir réttlætiskennd þjóðarinnar)

Gera eigur þeirra upptækar. (Þannig að þeim sé ekki kleift að vera eigendur, fjárfestar o.s.frv)

Gera upp einkafyrirtækið Landsbankann hf. (Svona til að byrja með....)

Skoða síðan hvort semja þurfi um eftirstöðvarnar og þá, á hvaða hátt.

Er þetta of flókið? Íslendingar vilja sjá dóma yfir þeim sem eru virkilega sekir. En svo dirfist Alþingi að ráðast á nokkrar hræður úr hópi mótmælenda og dæma þá. Sjáið nú til. Við - almenningur - brutum ekki af okkur. Við mótmæltum, vissulega og eðlilega. En við settum ekki landið á hvolf. En við eigum að borga - og það má dæma okkur fyrir að mótmæla. Meðan útrásarvíkingarnir lifa góðu lífi í Lúxemburg og halda áfram að vera með puttana í fjárfestingum hérlendis.

STOP

Takið nú málin í réttri röð - hér er ekki endalaust hægt að vaða yfir almenning á skítugum skónum.

 


mbl.is Skýrir kostir í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinar Þorsteinsson

Sannarlega sammála þér, vel mælt.

Steinar Þorsteinsson, 20.2.2011 kl. 23:41

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Ríkisstjórnin er alltaf hissa.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.2.2011 kl. 23:47

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.2.2011 kl. 23:49

4 identicon

Það ætti raunar að setja þá sem fóru með landið þessa leið undir þumalinn á ríkið. Að það verði fulltrúi ríkisins sem sjái um fjármál þessara aðila þar sem eftir er og að þeir verði settir í ævilangt farbann. Með þessari frelsissviptingu og stýringu á þeirra fjármunum sem má ekki fara yfir segjum 400þús á mánuði og það er upphæð fyrir skatt og fái ekki að eiga, sitja eða stýra fyrirtæki. Auk þess sem að þessir peningar sem eru ekki til verða eyrnamerktir ríkinu þ.e.a.s. Aðili sem notar þessa "peninga" verður settur í fangelsi og miðast það fangelsi við lágmarslaun. Ef 3 milljónir eru lágmarkslaun að þá þýði það 1 ár. Ég væri til í að sjá svona lög eða bara ævilanga fangelsisvist nema að þeir komi hreint fram og vísi alla þessa peninga sem eftir eru þá fá þeir að verða gjaldþrota í 4 ár og get byrjað nýtt líf eftir það.

Þórir Breiðfjörð Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2011 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband