Má ég blóta núna? Hafi mig einhverntíma langað til þess þá er það nú.....

Alls ekki útaf ákvörðun Lilju og Atla. Það er sennilega besta ákvörðun sem ég hef frétt af lengi. Enda erum við hér með vandað fólk sem lætur sig almenning varða. Lætur ekki vaða ofaní sig. Sennilega eina fólkið sem á með réttu ætti heima í velferðarstjórn. Hitt eru bara svik og prettir.

Það kom að sjálfsögðu ekkert á óvart að flokkurinn styddi AGS og að AGS væri í raun hér við fjármálastjórn. Enginn Íslendingur mundi fara svona illa með þjóð sýna sjálfráða (vona ég).

Það sem tók steininn úr var að Össur (og hans Samfylkingarfólk) ætluðu sér að koma landinu í ESB bak við tjöldin. Logið er að þjóðinni fram og til baka. Bæði Jóhanna með sína ESB dillu og Steingrímur sem mundi gefa hvað sem er fyrir völd og frama - og lætur AGS rústa hér efnahagslífi, arðræna heimili og fyrirtæki. Allt undir nafni vinstri velferðarstjórnar.

Svo virðist sem Forsætisráðherra skynji ekki þá staðreynd að Íslendingar vilja ekki ESB! Hvað þá heldur að hún átti sig á að við viljum hana ekki í þessu sæti. Ætlar hún virkilega að fara að reyna að semja við þriðja flokkinn?

Sá hinn sami mundi þá laglega skjóta sig í báða fætur - ef ekki hausinn líka.

Þetta er orðið of sjúkt til að hægt sé í raun að tala um þetta. Lygarnar og spillingin er komin í hæstu hæðir (og það eftir útgáfu Rannsóknarskýrslunnar).

Ef þessir svikahrappar þarna í forsvari stjórnarinnar fara ekki að átta sig og segja af sér þá vona ég heitt og innilega að þessari stjórn verði slitið með forsetavaldi innan fárra daga.

Lilju og Atla mun vegna vel - enda heilsteypt, gáfað og gott fólk þar á ferð. Veit ekki hvað hægt er að segja um samflokksmenn þeirra sem hafa látið foringja sinn svíkja eitt helsta kosningarloforð VG - EKKI ESB.

Talandi um að selja ömmu sína.

Svo er orðið svo stutt í blótið - að ég er að hugsa um að hætta núna.


mbl.is Ætla ekki að styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég hljóp yfir þessa færslu þína á hundavaði! eins og sagt er.

Og ég ætla að taka undir það allt.

Kveðja!

Árni Gunnarsson, 21.3.2011 kl. 21:58

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eins og venjulega - takk. Það er bara svo virkilega kominn tími fyrir land og þjóð að opna augun og spyrna við fótum. Hversu mikið er hægt að valta yfrir okkur á skítugum pólítíkusarskónum?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.3.2011 kl. 22:35

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Flott færzla hjá þér gæzkan, naglhittir alveg.

Steingrímur Helgason, 21.3.2011 kl. 23:37

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannski er þetta besta lausnin eftir allt saman: http://utanthingsstjorn.is/

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2011 kl. 01:23

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Held að það sé ekki spurning Rakel mín. Þetta er orðið rúmlega nógu gott.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 09:08

6 identicon

Lísa: Ert þú nú alveg viss um að íslendingar vilji ekki í EU, ég er ekki svo viss, þó eru það 2/3 samkvæmt skoðanakönnunum, en ég er viss um að stór hluti þess fólks sem er á móti nú um stundir er fólk sem er hrætt við það óþekkta.

Ég held í raun sé það 2/3 hlutar þjóðar okkar sem vill ganga í EU að uppfyltum vissum skilyrðum í sjávarútvegi

Vinsamlega ekki ignore mig þótt ég sé EU sinni.

Kristinn M (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 17:39

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Alls ekki Kristinn, en ég held að það sé minnihluti sem vill ganga í ESB og fer minnkandi. Það sýna amk nýjar skoðanakannannir. Enda hefur umfjöllun verið erfið þar sem atvinnuleysi innan ESB er gífurlegt og Evran ekki sá kraftaverka gjaldmiðill sem hann átti að vera. Og mín skoðun er sú að þetta séu réttar gagnrýnisraddir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 17:52

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

En fyrst og fremst er það baktjaldamakkið og lygarnar sem hafðar eru uppi gagnvart almenning sem eru ámæliverðar. Hreinlega spurning hvort slík framkoma af hendi ráðherra varði ekki lög.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.3.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband