Fjármagnseigendur og hagsmunaaðilar þeirra kunna ekki að skammast sín!

Hverjum finnst það skrýtið að samtök fjármálafyrirtækja (SFF) dæli fé í auglýsingar til styrktar þess að samningar um Icesave verði samþykktir?

Engum sem hugsar rökrétt. Það þýðir nefninlega að fjármálafyrirtækin geta haldið áfram sínu sukki á kostnað ríkissins. Þurfa ekki að taka neina ábyrgð sjálfir.

Þetta er svolítið eins og verðbólgan virkar. Fjármálafyrirtækin geta ekki tapað vegna verðbólgu. Þess vegna þurfa þau ekki að gæta hagsmuna efnahagskerfisins. Skítt þó svo það fari á hliðina. Verðtryggingin og ríkið passar uppá okkur - við getum ekki tapað.

Þetta er afleitasta og úrkynjaðasta fjármálakerfi sem sögur fara af. Ríkisvaldið dansar kringum auðvaldið - sem ekki getur tapað þar sem það er búið að koma allri ábyrgð yfir á aðra.

Auðvitað hafa þeir svo efni á því að auglýsa sinn málstað - almenningur borgar, ekki satt.

Virðingarfyllst,

með von um að þjóðin opni augun. Endilega segið já - og hjálpið eymingjas fjármálafyrirtækjunum að sukka án ábyrgðar.


mbl.is Bankar styrkja Áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Lísa Björk mín svarið mitt verður NEI, sammála þér algjörlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 22:28

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Góður pistill að vanda. Takk fyrir hann og aðra pistla og athugasemdir sem þú hefur lagt inn í þessa baráttu sem líkur á morgun.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.4.2011 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband