Ísland skal ekki selja!

Það er með bros á vör sem ég rita þennan litla pistil. Loksins voru lög virt af stjórnmálamanni, Íslandi og almenningi í vil.

Það að Jóhanna sé ósátt segir meira en margt annað. Ekki skil ég hvernig nokkrum dettur til hugar að hlusta á slíkan stjórnmálamann sem opinberlega er ósáttur við að fara eftir lögum og þess utan vill selja sjálft landið og auðlindir þess. Þó ekki sé nema í bútum. 

En einn bútur kallar á fleiri. 

Ef hundsa á lög svo að einn Nubo geti keypt stóra jörð og gera við hana það sem hann vill, munu aðrir krefjast sömu málsmeðferðar.

Innan skamms gæti Ísland orðið eins og bútasaumsteppi í höndum erlendra aðila.

Bara vegna þess að núverandi ríkisstjórn vill meiri pening.

Það ætti að standa feitletrað í nýrri stjórnarskrá að eigi sé heimilt að selja Ísland, hvorki í pörtum né í heild, til einstaklinga. Hvorki innlendra né erlendra. Leigja megi afnot af landsvæðum undir ákveðnum ákvæðum sem byggir á því til hvers landið á að nota. En hagnaður þeirra nota gangi til íslenska ríkisins og/eða sé skattlagður hérlendis.

Ögmundur fær fullt hús stiga fyrir að virða íslensk lög.


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband