Ekki ESB fyrir Ísland - Der Spiegel með púlsinn á þjóðarmálum okkar.

Ég geri ekki ráð fyrir að fjölmiðlar á vegum ríkisstjórnarinnar þori að vísa í þessa frétt þýska fréttablaðsins Der Spiegel. Þetta er þó vönduð frétt um ástandið hér á Íslandi. En það er jú alltaf þaggað niður hér á fróni.

Meðan þýskur fréttamaður undrar sig á því að Harpan hafi risið þrátt fyrir kreppu landsins gaf hann sér einnig tíma til að skoða hag almennings.

"Today, the rate of indebtedness of private households in Iceland amounts to a staggering 225 percent of available income (see sidebar graphic). In absolute terms, this means that each household must pay off a loan that exceeds two years of income. In contrast, the rate of indebtedness for German households is 95 percent."

Að sjálfsögðu blöskraði þessum þekkta fréttamanni við því hvernig verðbólgan og skattlagning hefur farið með íslensk heimili, meðan gæluverkefni rísa til himins og þeir ríku blómstra.

Ég stórefast um að nokkur íslenskur fjölmiðill (undir álagi stjórnvalda) þori að birta þessa grein sem þó er nú komin um heim allan.

En hér er linkurinn gott fólk.

Evrópusambandið (ESB) er ekki að skora feitt - þó er þetta grein frá Þýskalandi. 

Dæmi hver sem vill.

http://www.spiegel.de/international/europe/0,1518,802285,00.html


mbl.is Nýir bílar fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Takk fyrir mjög þarfa ábendingu. Íslenskir fjölmiðlar standa sig ekki beinlinis vel í fréttaflutningi af svona málum, eða ýmsu sem varðar okkur miklu. Menn geta velt fyrir sér  af hverju þetta stafi. Maður spyr sig hvort það sé af yfirlæti gagnvart almenningi eða leti í þeim sem eiga að vinna svona mál og flytja af þeim ítarlegar frásagnir. Þetta skiptir okkur máli. KV.

Guðmundur Kjartansson, 10.12.2011 kl. 00:31

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Tek undir með mínum gamla starfsfélaga Guðmundi.

Kærar þakkir Lísa. 

Fréttablaðið, 365 miðlar og Samfylkingin eru deildir í sama fyrirtæki.

Ríkisútvarpið þorir ekki að segja múkk. 

Því þá mun Jóhanna reka Pál Magnússon eins og Davíð.

Til öryggis les Páll því sjálfur fréttirnar í sjónvarpinu. 

Og þá aðeins eftir Mbl er stendur með þjóðinni.    

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 01:39

3 Smámynd: Viggó Jörgensson

Eftir að hafa lesið greinina er ég ekki eins hrifinn og þú Lísa. 

Látum vera að maðurinn segi stjórnarskrána frá 1905 og að 

Geir Haarde sé ákærður á grundvelli hennar. 

En hann ýkir töluvert þegar hann segir að skrifstofuhallirnar

við Skúlagötu og Sæbraut hafi verið glerlausar þegar hrunið varð.

Það var kannski eitt eða tvö hús. 

Og svo gleymir hann að geta þess að lægra atvinnuleysi sé

einkum út af brottflutningi fólks til útlanda og að margir fóru aftur í nám. 

Og svo étur hann bullið upp úr Össuri og leitar ekki andsvara. 

Ekki er heldur minnst á að minni verðbólga er eingöngu út af því

að fólk á ekki peninga til að eyða neinu umfram nauðþurftir. 

Sem eru auðvitað eina ástæða þess að viðskiptajöfnuður hefur lagast.

Ekkert af þessu getur ríkisstjórnin talið sér til tekna.  

Þeir eru einnig ekki margir sem kaupa nýja bíla núna. 

Né að bættur hagvöxtur sé eingöngu út af þessari

auknu einkaneyslu sem þó er orðin.

Ekki byggður á einhverju af viti.

Svo sem útsköpun eða einhverju sem bætir tekjur þjóðarbúsins utan frá. 

Og þar fyrir er auðvitað tiltöluleg skekkja hjá okkur hérlendis.

Að nota aukna landsframleiðslu til að hæla okkur af.

Því að þar er einkum aukin álframleiðsla á ferð.

Sem er inni í landsframleiðslu GDP en ekki í þjóðarframleiðslu GNP.

Hagnaðurinn fer sem sagt úr landi eins og þú veist. 

Þannig að myndin hérlendis er töluvert verri en maðurinn lýsir. 

Bara eins og bullið í Steingrími.  

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 02:13

4 Smámynd: Viggó Jörgensson

útsköpun átti að vera nýsköpun...

Viggó Jörgensson, 10.12.2011 kl. 02:15

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fullkomlega sammála þér Viggó.  Þarna er margt sem ekki er nein vitglóra í - er ekki að sjá Hummerum fjölga á götunum. En mögulega voru glerlausar hallir á Skúlagötunni þegar þessi maður kom síðast - og vissulega hefur Harpan verið kláruð þrátt fyrir slæman efnahag.

Útlendingar "skilja ekki verðtryggingu" eðlilega - þar sem það er ákveðið fyribæri sem við þurfum að dröslast með hér. Hins vegar eru tölfræðigögnin góð, hvað okkar lán hafa hækkað miðað við hvað hægt er að borga með launum og annað í þeim dúr. Ég horfi á aðalatriðin - ekki það sem enginn útlendingur gæti mögulega fattað........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 10.12.2011 kl. 02:25

6 identicon

Benda INN sjónvarpsstöðinni á að segja frá þessari grein.

Sigurveig (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 08:35

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við sitjum uppi með vanhæf stjórnvöld sem ýta vandanum á undan sér og verðbólguskriðunni sem stafar af forsendubrestinum yfir á almenning.

Marga aldna stjórnmálamenn  dreymir um að eiga náðuga elli sem sendiherrar.

Sigurður Þórðarson, 10.12.2011 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband