Má bjóða þér atvinnuleysisbætur?

Kæri seðlabankastjóri

Samkvæmt heimildum Eyjunnar snýst málið hjá þér um 300 þús á mánuði, þó svo þú hafir hinar ágætustu tekjur.

http://eyjan.is/2012/01/11/mar-a-i-malaferlum-vid-sedlabankann-vill-300-000-krona-launahaekkun/?fb_comment_id=fbc_10150472183201231_20826273_10150472258746231#f2030bd0b4742dc

Tja - nú langar mig til að benda þér á að atvinnuleysisbætur eru um 150 þús á mánuði, eða tvöfallt minni upphæð en þú ert ósáttur við að fá ekki ofaná aðrar launagreiðslur.

Sem strangheiðarlegur viðskiptafræðingur skal ég algjörlega skipta við þig. Þú getur fengið mínar bætur og ég sætti mig við þín laun án þessarrar aukasponslu sem þú ert að falast eftir. Mundi jafnvel vilja gefa hana frekar til bágstaddra (þú veist kannski að margir eiga ekki fyrir mat).

Spara þar með ríkinu málskostnað sem að hluta til fellur á almenning.

Ef þú villt skipta þá er þér velkomið að hafa samband. Ég er í símaskránni.

Tel mig fyllilega færa um að gegna þínum störfum á mjög heiðarlegan hátt.

Með hinum bestu kveðjum,

Lísa
mbl.is Már í mál við Seðlabankann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það má endalaust reyna að flækja sannleikann, til að fólk trúi lyginni, ef fólk nennir ekki að kynna sér raunveruleikann.

Ég er svo lánsöm að trúa minni sannfæringu og réttlætiskennd, en það eru því miður ekki allir svo heppnir.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 21:08

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mikið væri nú fallegt ef okkar ágæti seðlabankastjóri kæmi í matarskömmtun hjá Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálp og kynnti sér aðeins neyð þeirra sem eru langt frá því að hafa 300 þús. í laun en þurfa samt að sjá fyrir fjölskyldu. Sennilega mundi hann hann hætta við málshöfðun. Vonandi. Kannski.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.1.2012 kl. 21:31

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð Lísa mín, sammála.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 22:04

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Takk mín kæra. Það merkilega er að ég fæ sjaldnast umræður hér á blogginu, frekar deilingar. Tek því þannig að fólk sé almennt sammála.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.1.2012 kl. 22:09

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nú málið Lísa mín, ef fólk er sammála þá svarar það ekki, sem er misskilningur, við eigum að kommenteralíka á það sem við erum sammála svona til að auka á það sem betur má fara.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 22:32

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....assgoti góð!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.1.2012 kl. 22:40

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jams - ég blogga ekki oft, en þegar mér er nóg boðið. Fæstir andmæla og þar með fer það lítið áfram hér inni. Sem betur fer er til Facebook :) Bloggið er að missa máttinn nema hjá þeim sem vilja rífast og skammast yfir öllu......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.1.2012 kl. 22:45

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Maður þarf að vera með meistaragráðu í hagfræði til að gegna stöðu Seðlabankastjóra. Jóhanna setti þá klausu í lögin til að reka Dabba úr stólnum.

Ég er sammála um það er frekar sérstakt að Bankastórinn er að fara í mál við sinn egin banka.

Þó að flestir eru þreyttir á þessu kreppuklámi í samfélaginu.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 22:52

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hvaða hagfræði? Þær eru margar kenningarnar þar. Sú sem er kennd hér er ekki alveg að virka.

http://www.pressan.is/frettir/lesafrett/hagfraedin-og-hrunid

Hér er mjög áhugaverð grein eftir hagfræðing sem ég er alveg að fatta.

Það er mun betra að hafa þekkingu á fjármálum og skilning á eðlilegri hagfræði.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.1.2012 kl. 23:36

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Jóhanna er flugfreyja - hvað á hún með að setja hagfræðiklásúlu einhverstaðar?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.1.2012 kl. 23:37

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er skylda að taka nokkra fjármálaáfanga í bs hagfræði og líka Masternum.

Svo er til grein sem heitir fjármálahagfræði. Þú getur tekið masterinn í því líka.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 23:43

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er marg til í þessari grein sem þú linkaðir. Hagfræðin sem kennd er í HÍ BS náminu er ákveðinn grunnur sem þú þarft að hafa skil á ... áður en þú ferð í einvherskaonar félagshagfræði eða atferlishagfræði einsog hann er að tala um í greininnni.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.1.2012 kl. 23:45

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/139b/1991088.html&leito=birting\0birtinga\0birtingana\0birtinganna\0birtingar\0birtingarinnar\0birtingarnar\0birtingarnir\0birtingi\0birtingin\0birtinginn\0birtinginum\0birtings\0birtingsins\0birtingu\0birtingum\0birtinguna\0birtingunni\0birtingunum\0birtingur\0birtingurinn\0stefna\0stefnan\0stefnanna\0stefnu\0stefnum\0stefnuna\0stefnunnar\0stefnunni\0stefnunum\0stefnur\0stefnurnar#word1

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.1.2012 kl. 00:07

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Lög um aukatekjur ríkissjóðs - hvað kostar að reka mál.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.1.2012 kl. 00:08

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.130.html

Úps - og hækkanir eftir hrun, lagabreytingar.......

Bara pínulítið af því sem er að gerast án þess að við vitum. En seðlabankastjóri er ekki bara að heimta sína hækkun - hver borgar rest?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 12.1.2012 kl. 00:12

16 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Sæl Lísa.

M.v. þetta hefurðui gert útaf við 85% þeirra er nú sitja við stjórn og telja sig færari en alla aðra í öllu... þó án aðstoðarmanns eða manna gætu ekki bjargað egin lífi vegna almennrar vankunnáttu þyrftu þeir að heyja baráttu á almennum vinnumarkaði.

Hver myndi ráða síður hagrfræðing í rekstur en aðila sem hefur aðieins meðmæli um sá íþróttafráttamennsku og vörubíla(útaf)afkstur hjá föður sínum.

Eða ráða flugfreyju í starf flugstjóra?

Nei..... VG í heild , meginpartur Samfylkingar og Hreyfingar, 50% Sjalla, 65% Frammara og allir óflokkuðu..... kannski utan Atla þyrftu að víkja af þingi og taka með sér 75% amk aðstoðarmanna sinna og nánast alla sem bíða í "ungliðastarfinu N.B. þrátt fyrir að vera 60+" með sér og hverfa út í buskann, til Noregs, Helvítis eða á bætur .... hvað sem af þessu þrennu er vest.

Óskar Guðmundsson, 13.1.2012 kl. 01:39

17 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Alveg sátt viða að 85% af stjórn hverfi. Helst 100%. Þætti vænt um að sjá fólk við völd sem hugsar um almenning umfram pólitík, sem er fyrirbæri sem við fæst skiljum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.1.2012 kl. 02:36

18 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Brennandi spurningin er trúverðugleiki verðbólgumarkmiðs seðlabanka sem mælir gegn launahækkunum vegna þess að þær séu verðbólguhvetjandi, á sama tíma og æðsti stjórnandi bankans stendur í málaferlum til að krefjast einmitt þess sama.

Var ekki sagt í gamla daga að lélegur kóngur stjórni með valdi, en góður kóngur leiði með fordæmi?

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2012 kl. 02:31

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

´Góð ábending Guðmundur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2012 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband