Þessi atkvæðagreiðsla er í boði stjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Stjórnarandstaðan greiddi frumvarpinu ekki atkvæði. Þetta mun því vera á ábyrgð þeirrar stjórnar sem meiri hluti landsmanna kaus á þing í kjölfar hrunsins. Ég verð að viðurkenna að ég hafði mun meira álit á VG fyrir kosningar en eftir að þeim var úthlutað ráðherrastólum.

Ég vona að stólarnir þeir arna hafi verið þess virði fyrir VG.

Þetta mál mun fylgja þessum flokkum - alltaf - sem stærsta pólitíska mál Íslendinga. Mál sem gæti einfaldlega sett þjóðina á hausinn.

Verði ykkur að góðu.


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Heldurðu virkilega að svo sé?

Þetta mál er mikilvægt til að endurreisn geti hafist.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2009 kl. 11:29

2 identicon

Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.

Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða  "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.

Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson í drottningarviðtal hjá ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.

Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.

Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í marga mánuði.

Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í 1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum.

Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.

Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

RagnarA (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:35

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Já, svo við getum fengið fleiri lán til að borga lánin sem við vorum að fá lánað til að borga lán annara?

Ég tel það vera einu leiðina til eindurreisnar að flytja úr landi. Hér mun ekkert breytast, sömu andskotans glæparotturnar munu fá fyrirtækin aftur í sínar hendur og heimilin borga.

Enginn dæmdur, allir í frí til Bahamas jei. Gott að vera útrásarvíkingur á Íslandi aumingjanna.

Ellert Júlíusson, 28.8.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Og Óskar, þú hefur greinilega bara lesið aðra hliðina á síðunni. Verði þér að góðu.

Ellert Júlíusson, 28.8.2009 kl. 11:36

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú skalt kannski frekar átta þig á því hverjir upphaflega eiga sök á þessari hörmung sem vg og sf þurfa nú að kljást við.

hilmar jónsson, 28.8.2009 kl. 11:39

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já Óskar, sem aðrir, ég las breytingartillögurnar vel og vandlega. Þær eru mögulega til bóta en það er svo margt sem betur mætti fara og það hefði þyrft að taka sér betri tíma til að gera verkið fullkomlega skothelt. Það eru mörg óvissuatriði sem eingöngu dómstólar geta í raun skorið úr um.

Það voru einstaklingar sem komu okkur í þessa stöðu. Ekki flokkur. Þrír fjórflokkanna hafa verið við völd á því tímabili frá því bankarnir voru einkavæddir og þar til VG loksins komst að og fékk stóla (ekki rétt?).  Allir þrír hefður getað staðið betur að því að fylgjast með því sem var að gerast í fjármálaheimum - en gerðu það ekki. VG hefði getað sleppt því að skrifa undir samningana sem var verið að setja fyrirvara um, en gerði það ekki.

Það er ekki hægt að klína þessu á einn flokk. Það voru eigendur og stjórnendur bankans sem komu Ice save á laggirnar. En það er núverandi ríkisstjórn sem vill troða þessu í gegn á sem skemmstum tíma - líklega til að fara að semja í kjölfarið um inngöngu í ESB.

Á meðan blæða heimilin út.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 14:42

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Fyrirgefðu RagnarA - en það er Fjármálaeftirlitið sem á að hafa eftirlit með starfsemi fjármálastofnana hér á landi. Viðskiptaráðherra vor á þessu tíma, Björgvin, talaði ekki við þáverandi seðlabankastjóra. Það eru nokkur ár síðan Seðlabanki og Alþingi voru aðskilin.

Hér að neðan eru skilgreiningar þessara tveggja stofnana og þeirra verksvið útlistað. Var ekki Björgvin í Samfylkingunni?

Fjármálaeftirlitið (skammstafað FME) er íslensk ríkisstofnun sem starfar sem eftirlitsstofnun eftir lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og lögum um fjármálafyrirtæki. Eftirlitsskyldiraðilar á fjármálamarkaði eru viðskiptabankar, sparisjóðir, vátryggingafélög, vátryggingamiðlanir, lánafyrirtæki (fjárfestingarbankar og greiðslukortafyrirtæki), verðbréfafyrirtæki, verðbréfamiðlanir, rekstrarfélög verðbréfasjóða og lífeyrissjóðir, auk annarra aðila sem heimild hafa til að taka á móti innlánum

Seðlabanki Íslands er ríkisstofnun sem fer með stjórn peningamála á Íslandi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum, en einnig að stuðla að framgangi meginmarkmiða efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnan er stefnt að því að halda verðbólgu og atvinnuleysi lágu.

Seðlabankinn er EKKI yfir fjármálum okkar. Hann hefur ósköp fá stjórntæki og ekki það vald sem þú talar um.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 16:21

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Því miður var Fjármálaeftirlitið gjörsamlega úti á þekju þegar það gefur út yfirlýsingu 14. ágúst 2008 um að allir bankarnir hefðu staðist álagspróf með mikillri prýði!

Það líður rúmur mánuður og þá eru þeir ekki stöndugri en svo að þeir falla hver á fætur öðrum. Hverju skyldi það sæta? Var það ekki vegna þess að þeim  hafði verið breytt í sannkallað ræningjabæli?

Nú er tími uppgjörs og ábyrgðar upprunninn. Samfylkingin og VG hafa unnið með mikillri prýði og af miklum heilindum í þessum málum: tiltektum eftir glórulausa Frjálshyggju Davíðs Oddssonar, Hannesar Hólmsteins, Kjartans Gunnarssonar, Halldórs Ásgrímssonar, Valgerðar Sverrisdóttur og að ógleymdum Finni Ingólfssyni sem hefur verið sannkallaður huldumaður í íslenska bankahruninu.

Þetta er liðið sem ber fulla ábyrgð á gjörðum sínum enda vissi það fullkomlega hvað það var að gera og verður ekki fyrirgefið. Nú skal þetta lið að standa reikningsskap gjörða sinna!

Mosi

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 28.8.2009 kl. 18:57

9 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er hrædd um Guðjón að það sé okkar að sjá um reikningsskap gjörða nokkurra einstaklinga. Sem endanlega var staðfest af stjórn okkar í dag og bíður undirritunar forseta. Sennilega fáum við aldrei úr því skorið hversu mikið okkur bæri að greiða samkvæmt bókstaf laganna - ekki úr þessu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 28.8.2009 kl. 21:51

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þetta bankaeinkavæðingabrall verður okkur dýrt spaug. Hvernig eigum við að sækja þessa miklu fjármuni?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.9.2009 kl. 13:41

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er góð spurning - en því miður ekkert gott svar svo ég viti.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.9.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband