Ef þetta segir ekki allt sem segja þarf!

Hér má sjá hvernig nýkjörin (og fyrrverandi) stjórn leysir úr deilum. Með því að binda deiluefnin í lög. Nú geta þau (hin sömu og sögðu sig úr stjórn, hreyfingunni, settu saman lög og buðu sig fram aftur) miðstýrt þingflokknum eins og strengjabrúðum. Ef þau ekki "verða til friðs" geta þau, ásamt fámennum félagsfundi (sem þau eru oft stærri hlutinn af) lýst yfir þau vantrausti eða hvað sem helst.

Sjá nánar í fyrri bloggfærslu minni um þessi deilumál milli stjórnar til þingmanna.

http://wonderwoman.blog.is/admin/blog/?entry_id=948070

Lýðræði er í sjálfu sér ágætt sem slíkt, en það má einnig misnota það. Og þessi Landsfundur var ekkert annað en misnotkun á lýðræði.

Ég styð Birgittu, Margréti og Þór heilshugar. Hér fer gott fólk sem hefur þurft að þola mikið frá sínum félagsmönnum, en staðið sig samt ótrúlega vel. Framundan er að taka fyrir á þingi (vonandi) vanda heimilanna og annað sem þau hafa á stefnuskrá SINNI.

Og ég treysti þeim til að gera það með sóma!


mbl.is Skrifi undir heit en ekki eið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Þetta er náttúrulega bara fáránlegt.  Ákveðnir einræðistilburðir í gangi. Ef hægt er að kalla þetta því nafni.

Þórhildur Daðadóttir, 14.9.2009 kl. 16:26

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 14.9.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú gefst ekki upp Lísa.

hilmar jónsson, 14.9.2009 kl. 21:35

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hilmar - sá sem sér vegið að réttlætinu gefst ekki upp.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:02

5 Smámynd: Sævar Finnbogason

Ég verð að benda á tvennt.

Heitið var hugsað til þess að frambjóðendur á lista BH sem þurfa samkv. lögunum ekki að vera félagar í BH og gætu þessvegna verið félagar í Sjálfgræðisflokki lýsi því að þó þeir bjóði sig fram fari þeir eftir stefnunni.

Ef þeir treysti sér ekki til þess eiga þeir að hafa samráð við félagsmenn EF ÞAÐ ER HÆGT og þeir meta það sjálfir

Hitt er að það hafa orðið mistök við ritun laganna.Það var samþykkt að við afgreiðslu breytingartilögu sem tók stoðina fyrir að hægt væri að vísa félögum úr hreyfingunni átti að orðið brottvikning, brottrekstur,  að falla út úr lagatextanum hvar sem það kom fyrir. Það er á hreinu að ekki er hægt að reka fólk úr hreyfingunni. Ég og fleiri höfum kært þetta og mér skilst að þetta verði lagað hið snarasta

Sævar Finnbogason, 15.9.2009 kl. 09:07

6 Smámynd: Sævar Finnbogason

enn og aftur, sjálfur vildi ég fella þessa grein niður í heild, en þau rök komu fram að þetta væri nauðsynlegt vegna þeirrar miklu áherslu sem væri á stefnuskránna. Heppilegra hefði verið að orða þetta

Ég (fullt nafn frambjóðanda) heiti því að vinna eftir bestu getu eftir stefnuskrá hreyfingarinnar

en slík tillaga kom ekki fram. Hún hefði kanski gert það ef þið hefðuð tekið þátt í þessu með okkur sem vorum að reyna að lagfæra lögin frekar en að æða út af fundi

Sævar Finnbogason, 15.9.2009 kl. 09:21

7 Smámynd: Sævar Finnbogason

já og vel á minnst tillaga um að fella þetta alveg niður var fellg með örfáum atkvæðum. Hún hefði verið samþykkt ef þingmennirnir og stuðningsmenn hefðu setið í salnum en ekki í lobbýinu

Sævar Finnbogason, 15.9.2009 kl. 09:23

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sævar. Ég spjallaði við þig á fundinum og fann hjá þér samhug og ákveðna samstöðu og er viss um að hugur þinn er að málefni innan hreyfingarinnar séu á góðum nótum.

Það hefur verið bloggað um orustur A og B þar sem A vann og B lagði árar í bát. Eða eitthvað á þá leið. Sett útá að stuðningsmenn tillögu B hafi farið fram þegar stjórnarkjör byrjaði o.s.frv.

Það sem enginn virðist skilja er að það orustan var bara öðru megin. A hópurinn barðist til að fá sín lög í gegn og gerði það að sjálfsögðu. Við á hinum endanum vorum að koma með tillögu sem átti að taka af þessa valdabaráttu og ýta undir samstöðu og traust. Það var það sem hópur B stóð fyrir. Ef við hefðum verið í orustu þá hefðum við vel getað smalað með okkur inn á fundinn - en það hefði ekki verið sá andi sem við vorum að leyta að.

Þegar þarna var komið sögu, var greinilegt að í salnum ríkti ekki samstaða. Og alls ekki traust. Né almennur vilji á að ræða saman þessar tillögur á öðrum nótum en hvernig til þeirra kom og hvað var búið að leggja mikla vinnu í þetta og hitt. Þetta var áframhaldandi pex og leiðindi.

Okkar von um samstöðu og það að valdabaráttan yrði lögð niður var að engu orðin.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.9.2009 kl. 09:54

9 Smámynd: Sævar Finnbogason

Lísa, fjölmargar tillögur sem voru ætlaðar til að mæta sjónarmiðum þeirra sem studdu B voru lagðar fram af mér, Jóni Þóri og mörgum öðrum bróðurpartur þeirra var samþykktur. Sjálfur fór ég fram og hvatti ykkur til að snú aftur til fundarins og klára þetta með okkur en það var svo mikil gremja í hópnum að það var ekki nokkur leið.

Áframhaldið á fundinum var vissulega nokkuð þreytandi, en svona breytingavinna er það yfirleitt. Sú vinna stóð í 4 og hálfan tíma. Hefði virkilega verið til of mikils mælst að fólk hefði klárað funbdinn og svo farið í fjölmiðla í staðin fyrir að að fara í fílu og hrauna yfir félaga sína í fjölmiðlum á meðan fundurinn stóð enn yfir. Ég get ekki með nokkru móti borið virðingu fyrir slíkum vinnubrögðum og er ekki bara hissa heldur sár yfir því að þurfa að horfa luppu þessar árásir á meðan ég og fleiri vorum í óðaönnað vinna að því að reyna að laga þessi lög svo samstaða næðist.

Sævar Finnbogason, 15.9.2009 kl. 10:36

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég get ekki svarað fyrir aðra en mig sjálfa. Þó svo ég hafi studd þau sjónarmið sem komu fram í B tillögunum þá hafði ég svosem engan rétt til að vera þátttakandi, þar sem ég hef aldrei verið skráð í hreyfinguna. Og datt ekki til hugar að gera það bara til að kjósa. Ekki veit ég heldur hvaða fjölmiðlaumræðu talað er um nema að bæði var tekið viðtal við Guðmund Andra og í kjölfarið Birgittu. Þar var í engu hraunað yfir neitt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.9.2009 kl. 10:49

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

En ég get líka sagt þér hvað ég upplifði, einmitt vegna þess að ég kom ekki þarna til að kjósa eða taka þátt í einhverri baráttu. Ég hlustaði á ræðu formanns sem var góð. Ég hlustaði á ræður þingmanna þar sem þau sögðu réttilega frá frábærum árangri sem hafði náðst á þinginu. Ég heyrði þegar þau tjáðu sig við félagsmenn hvernig þeim hefði liðið undir stanslausum árásum félagsmanna. Og ég heyrði hvernig þau lögðu fram þessa tillögu. Enda hefði hún strax gert út um alla valdabaráttu en stuðlað að samvinnu og trausti. Ég sá í kjölfarið hvern félagsmann á fætur öðrum fara í pontu og halda áfram svívirðingum til þingmanna og yfirlýsingum. Ég sá hóp einbeittan í að ná sínu fram, bæði með kosningu laga og eflaust yrði sami háttur á með kosningu til stjórnar. Og sú kosning fór fram áður en hægt var að eiga við lagabreytingar. Þegar svo var komið sögu sá ég frambjóðendur til stjórnar sem studdu B tillöguna draga framboð sitt til baka. Ég sá að augljóst var að fólk hafði ekki lagt deildurnar til hliðar fyrir fundinn eins og til var mælst. Ég var vissulega ekki sú eina sem sá þetta. Ef fólk hefði t.d. hlustað á ræðuna hans Guðbjarnar hefði það heyrt nákvæmlega þessa hluti. En það hlustaði enginn - var það?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.9.2009 kl. 11:09

12 identicon

Mér finnst gott að þau skuli ekki skrifa undir heit en ekki köld , það er óþægilegt að skrifa kaldur.  Það heldur varla vatni.

Halda Wathne (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 22:58

13 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þau Birgitta, Þór og Margrét hafa starfað samkvæmt sannfæringu sinni sem er mér að skapi og óska ég þeim alls hins besta. Hinsvegar held ég að Borgarahreyfingin sé í fjörbrotunum og hverfi innan tíðar.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 18.9.2009 kl. 13:09

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég er þér svo sammála frændi

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.9.2009 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband