Það er sama hvaðan gott kemur!

Borgarahreyfingin hefur unnið mikið ágætisstarf frá því hún var stofnuð og mun örugglega gera áfram. Hreyfingin hefur það að markmiði líka, einmitt það að vinna gott starf í nánu samstarfi við alla þá hópa og hreyfingar sem vilja leggja sitt af mörkum til að efla hér lýðræði, réttlæti og almannahag.

Það er sama hvaðan gott kemur. Á þessum tímum eiga allir að leggja saman krafta sína. Öll viljum við það sama. Og það vill svo vel til að við höfum raddir á þinginu. Það eru raddir okkar allra. Allra sem að þessu vinnum - ekki bara sumra.

Vinnum saman og stuðlum að betra Íslandi!

 


mbl.is Hreyfingin verður til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Lísa: Þessar 3 fyrrverandi BH raddir sem eftir sitja á þingi eru í trássi við flesta sem kusu BH.

Þær eru alveg pottþétt ekki mínar raddir, svo mikið er víst.

Átta mig ekki alveg á í hvaða umboði þær sitja, nema ef vera skyldi til þess að halda launum..

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Vá Hilmar. Þekkir þú tæplega 14000 manns? Og ertu málsvari þeirra allra:) Ég þekki alls ekki svona marga kjósendur, en samt allnokkra sem eru mjög sáttir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei Lísa ekki frekar en þú, en maður skynjar vel óánægjuna sem liggur í loftinu..

Og ég er fullviss um að sú óánægja nær til mun fleiri en þú heldur.

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 13:53

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er alltaf þannig að óánægjuraddirnar hljóma hæst. Og fáar óánægjuraddir geta hljómar eins og stór kór. En samt hef ég nú rekist á fleiri ánægða en óánægða. Fer bara minna fyrir þeim:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 14:20

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

hilmar, afhverju ertu svona gramur, hvað olli því, er ekki hægt að gera eitthvað í því svo þér fari að líða betur, ég vil hjálpa til segðu hvað ég get gert til að þér geti liðið betur, hvað fó úrskeiðis?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 14:29

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Endilega Hilmar. Ef þú hefur hugsjónir og hugmyndir þá er um að gera að koma þeim á framfæri frekar en að standa í einhverju stappi:)

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 15:36

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Standa í stappi, komandi úr þínum munni Lísa, eftir alla pestirnar sem þú ert pósta vítt og breitt undanfarið. Afsakaðu meðan ég.........

Högni er ekki viss um, eftir að hafa lesið komment þín hér og víðar að ég reyni að ná til þín á vitrænu plani..þannig að ég sleppi því

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 15:47

8 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Er ekki kominn tími hilmar til að láta af gremjunni og sjá hvort ekki sé hægt að finna samleið, þú virkar á mig eins og þú stjórnist af gremju og hatri frekar en málefnaágreinigi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 15:52

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Þú virkar á mig eins froða...

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 15:57

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Froða hefur gert gagn víða sem dæmi þá nota slökkvilið víða um heiminn froðu við slökkvistörf, svo hilmar kannski getum við unnið saman á þessari gremju sem þig plagar.

Ég er að ég held búinn að sjá meinið, þig langar svo í evrópusambandið að þú hefur ekki enn jafnað þig á því að þinghópurinn hafi kosið gegn ESB og vilt ekki hlusta á ástæðuna fyrir því eða sjá hvernig þeim gekk með Icesave.

En allt í lagi hilmar, ég er alfarið á móti ESB en hef samt verið á þeirri skoðun lengi, var kominn á hana fyrir kosningar, að það hlyti að vera hið besta mál að sjá hvað gæti hugsanlega tapast og hvað gætum við hugsanlega grætt, kannski gætum við grætt mun meira en við mundum tapa, þetta veit ég ekki nema sjá hugsannlegann samning og svo fæ ég að kjósa um hann, efast reynadar um það, svo hilmar þú ert nær þínum löngunum en ég í ESB málinu og ættir að vera kátur bara, nú eru í gangi aðildarumsóknarviðræður og það sem meira er er að þær eru í umsjá Samfylkingarinnar svo já þú ættir bara að vera kátur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.9.2009 kl. 16:08

11 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ekki veit ég Hilmar, hvað ég hef gert á þinn hlut. Eða Högni. Eða allir þeir sem þú heimsækir hér á blogginu með þessi svörtu skrif þín. En hér ertu komin enn einusinni. Pistillinn hérna sem þú ert að hakkast hérna í er alls ekki þess eðlis að vera með leiðindi held ég. Fullt af fólki er að gera góða hluti. Hagsmunasamtök heimilanna eru á fullu í sinni baráttu. InDefence hafa staðið sig frábærlega. Og svo margir aðrir hópar. Ásamt fullt af meðlimum Borgarahreyfingarinnar, bæði núverandi og fyrrverandi.

Af hverju þekkir þú bara allt neikvæða og leiða fólkið Hilmar? Og fyrir hverju stendurðu? Ef þín helsta skemmtun er að ausa úr þér á bloggsíðum þá virkilega vona ég að þú eigir þér bjartari framtíð en það. En ef þér líður eitthvað betur með það þá máttu halda því áfram mínvegna. Það væri samt mun skemmtilegra ef þú gætir tekið upp aðeins málefnalegri tón.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 16:13

12 Smámynd: hilmar  jónsson

Lísa: blessuð slepptu þessari hræsni og ósannindum. Ég hef oft kommentað hjá þér bæði í tengslum við málefni BH, og líka tengt öðrum málum.

Hef sjaldan fengið annað enn skítkast hroka og útúrsnúninga til baka.

Í eitt skipti ákvaðstu að loka fyrir komment frá mér þegar ég innti þig eftir svörum tengd ákveðnum ásökunum sem lesa mátti úr pistli frá þér.

En blessuð eigðu það við þig sjálf.

Hálf hlægilegt hjá þér að reyna að koma hér fram sem engill umburðarlyndisins.

Frekari samskipti við þig freista mín ekki á hinn minnsta hátt. kv..

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 16:39

13 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Tja - ekki get ég sagt að ég muni sakna athugasemdanna þinna en hafðu það bara gott.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 17:23

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Högni - góður, eins og alltaf

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 17:25

15 identicon

Ég skil þetta ekki því hann hilmar er alltaf sama ljósið inn á minni síðu. En þetta gengur ekki og held ég að við Högni verðum að veita honum smá blíðu.

Blíðan, hilmar minn er málið. Að veita blíðu er sælla en að þiggja og við Högni erum mjög blíðir menn-:)

Froðan virkar fínt líka.

sandkassi (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 17:34

16 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nú! samt erum við nú yfirleitt sömu skoðunar? Nema þú ert kannski ívið harðari í máli en ég. Og samt fæ ég hroka og skítkast stimpilinn. Þetta er auðvitað bara neikvæð mismunun.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.9.2009 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband