Þakkir til vinkonu

Í lífsins ólgusjó og þegar margt mæðir á þá gleymist stundum það sem mestu máli skiptir. En til allra lukku var ég minnt á það í kvöld. Pabbi, mamma, börn og bíll (+ hundur) er ekki gamalt úrelt dæmi. Að sitja stundarkorn hjá vinkonu þar sem allir einstaklingar fjölskyldunnar hafa fengið að blómstra hver á sinn hátt er ómetanlegt. Það sýnir manni og minnir á hversu mikilvægt það er að sýna náunganum tillitsemi og leyfa hverjum og einum að vera hann sjálfur.

Takk fyrir góða kvöldstund og yndislegt að sjá unglinga dafna þegar þeir eru virtir fyrir eigin verðleika. Fjölskyldu standa saman og sýna hvort örðu tillitssemi. Megi allir öðlast þá gæfu að vaxa og dafna í þannig umhverfi.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.2.2010 kl. 02:12

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta heitir að kunna að forgángzraða tilverunni & vera á tánum með zitt & zína.  Gratjúlera þér með þig, 'girlí'.

Steingrímur Helgason, 27.2.2010 kl. 02:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2010 kl. 10:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband