27.2.2010 | 20:51
Gull og glóbagull
Í dag duttu inn úr dyrunum tveir gullmolar. Tvær góðar vinkonur sem eru eitt af því dýrmætasta sem ég á. Ég og litlan mín urðum kátar og glaðar, það var glatt á hjalla.
Þegar þær fóru varð mér hugsað til þess hversu dýrmætt það er að eiga svona góða að. Og hversu mikilvægt er að meta það. Það er alltaf sagt að maður sé fæddur inn í fjölskyldu en velji sér vini.
Vissulega er samt ekki allt gull sem glóir. Sérhver einstaklingur getur tekið feil á gulli og glóbagulli og talið sig eiga fjársjóð sem er síðan í raun einskis virði. En með tímanum lærir maður að þekkja muninn. Allir ættu því að passa það vel sem er í raun dýrmætt og huga vel að því en eyða ekki tíma í það sem virðist svo fallegt en er bara glóbagull.
Sannur vinur er gullmoli. Hlúum að vináttu okkar - hún er svo dýrmæt.
Athugasemdir
Dúa (IP-tala skráð) 27.2.2010 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.