13.4.2010 | 11:14
Vér smælingjar í tómu tjóni vegna þess sem aðrir kalla "tómt rugl"
Fyrirgefðu monsiour fyrrverandi bankastjóri. Hefurðu gleymt hinni margrómuðu íslensku verðtryggingu? 4,1% vextir á tugum miljóna í 40 ár eru slatti í poka kallinn minn. Svo ekki sé talað um það að verðtryggingin kemur í veg fyrir það að sá sem lánar geti tapað á lánveitingu sinni. Það eru ekki bara þeir sem eru með erlendu lánin sem sitja í drullusúpu uppfyrir haus. Verðbólgan er búin að vera í essinu sínu og gerir hinum lífið leitt að sama skapi. Svo er ýmisskonar "tómt rugl" hjá stjórnendum bankanna búið að hafa af okkur smælingjunum vinnuna, bílana, húsin og tja eiginlega bara eðlilegt líf!
En innlánsvextir á bankainnistæðureikningum uppá 12% - svosem eins og Icesave reikningum - það er tómt rugl og stenst engar forsendur. Meira að segja mega hlutabréfaeigendur sem þó vita að áhætta fylgir slíkum viðskiptum, þeir mega telja sig heppna að fá 12% arð af sínum bréfum. Og að veita lán til hlutabréfakaupa með ekkert að veði nema bréfin sjálf - sem eru jú áhættuviðskipti - það er "tómt rugl". Hvar lærðu þessir menn sín fræði? Allavega hefði endurmenntun kannski verið við hæfi!
Húsnæðislánin voru tómt rugl" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vel mælt.
Karl Ólafsson, 14.4.2010 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.