En hvað gerist ef bankarnir þurfa að kaupa öll íbúðalánin?

Það er alltaf gott að læra af fortíðinni, eða segjast ætla að gera það. En staðreyndin er samt sú að fjármálafyrirtæki eru í þessum bransa til að ávaxta sitt pund. Nú hefur stór hópur landsmanna misst eignahlutfall sitt í íbúðum og öðru vegna bankahrunsins. Samt er þeim gert að borga. Borga fyrir mistök og græðgi fjármálafyrirtækja og stjórnenda þeirra (fyrrum).

Með þessu eiga þeir sem enn strita við að halda sínu að axla ábyrgð sem er ekki þeirra og síðan færast skuldirnar jafnvel yfir á börnin okkar. Ekki smart.

Hvað ef allir þeir sem hafa tapað eignarhlut sínum hættu gjörsamlega að borga og bankarnir yrðu á endanum að taka til sín allt þetta húsnæði? Ef lyklafrumvarpið kemst í gegn sem ég einlæglega vona - því það er réttur okkar að veð séu veð en ekki ævifangelsi - þá er það kannski besta lausnin.

Húsnæðið fer allt yfir á bankana og til þess að losna við eignirnar þyrftu þeir að selja þessar eignir miðað við eftirspurn. Sennilega mundi íbúðarverð snarlækka. Verðið sem bankarnir sprengdu upp áður með offramboði á lánum með lægri vöxtum mundi mögulega ganga til baka. Til þess að auðvelda bönkunum sölu húsnæðis væri jafnvel hægt að semja við þá um endurkaup á íbúðum sínum á lægra markaðsverði og hagstæðari lánum.

Það má alveg hugsa um þetta. Það erum nefninlega við - neytendur - sem ráðum svolítið ferðinni með okkar hegðun. Með smá stuðningi frá Alþingi með lagasetningu um lyklafrumvarp væri hægt að snúa þessari martröð við og ná hlutum í eðlilegt horf.

Valið er okkar - vonandi.


mbl.is Tækifæri til að læra af fortíðinni aldrei betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Er nokkuð móðir þín frá Glitsstöðum  Katrínar og Eiríksdóttir ?

Hörður B Hjartarson, 20.5.2010 kl. 23:13

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hver ert þú og hvað vilt þú?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.5.2010 kl. 04:03

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

   Fyrirgefðu !   Ég ætlaði bara að vita hvort þú værir frænka mín , en það ert þú ef þú ert barnabarn Eiríks og Katrínar  .

Hörður B Hjartarson, 21.5.2010 kl. 18:21

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei - ég er ekki barnabarn Eiríks og Katrínar

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.5.2010 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband