Evrusvæðið hlýtur að leysast upp!

Þrátt fyrir þessi orð Dominique Stauss-Kahn verð ég að velta vöngum. Hversu betur er Evrópa sett með einn gjaldmiðil? Eitt stórt hagkerfi? Það þýðir að allt það sem hagfræðin byggir á - fórnarkostnaður og samkeppni verður að engu. Fórnarkostnaður - það er þegar þeir sem eru hæfari til að framleiða eitthvað með lægri kostnaði og selja örðum til að hagnast á því. En hver er hagnaðurinn ef hagkerfið er orðið of stórt? Samkeppni er svipuð. Markaðurinn ræður öflunum og verðinu með því að geta boðið vörur á hagkvæmu verði. Hvað verður um samkeppni ef það eru einungis tvö stór hagkerfi að keppa hvort við annað - Dollarahagkerfið og Evruhagkerfið?

Erum við ekki að skoða hlutina til skamms tíma. Hagstætt að hafa Evru vegna innflutnings? Hvað með útflutning? Eru þessir háu herrar ekki í raun að rústa því hagkerfi sem hefur haldið öllu gangandi fram til þessa?

Lifum við ekki að mestu á mismun á útflutningi og innflutningi - og þar með mismun á gengi? En hvað ef þetta er allt orðið sami gjaldmiðillinn? Hefur einhver sett upp haglíkanið miðað við það?

Ég held að evrusvæðið ætti að leysast upp og það hagkerfi sem hefur knúið okkur fram til þessa ætti að gera það áfram. Mestu áföllin hafa verið af mannavöldum - s.s. stríð - stríðskostnaður og spilling í þjóðfélögum. Evra lagar það ekki. Lærum af mistökum í stað þess að breyta því sem virkar.

Það er allavega mín skoðun.


mbl.is Engin hætta á að evrusvæðið leysist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki af hverju Evran mun leysast upp, en dollarinn ekki. Að mörgu leyti þá gilda sömu rök um dollarinn. Í fyrsta lagi þá eru ríki bandaríkjanna með mjög mismunandi efnahag, og í öðru lagi þá eru dollarinn notaður að mörgum öðrum löndum sem gjaldmiðill. Þar að auki er hann notaður í margvíslegum hrávöruviðskiptum.

Í raun er það algerlega augljóst að evran lækkar þegar ECB segist munu skoða það að kaupa skuldabréf ríkja eins og Grikklands. Það er líka augljóst að evran mun lækka miðað við dollarinn þegar maður lítur á efnhag ESB, en til þess að övra atvinnulífið þá munu ECB halda vöxtum lágum um skeið, þegar vextir í BNA munu líklega hækka.

Í raun með því að "prenta peninga" (lágir stýrirvextir og kaup af skuldbréfum illra staddra ríkja), þá mun virði Evrunar lækka, en samkeppnishæfni ESB hækka að sama skapi. Kannski er ég að misskilja hagfræðina, en er þetta ekki augljóst?

Bjarni (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 06:19

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Hagfræðin getur aldrei verið alveg augljós. Hún byggir á ákveðnum líkönum sem ekki taka alla þætti inn i dæmið - það vitum við. Þessvegna getur engin séð nákvæmlega fyrir hvernig hlutirnir fara, ekki satt.

Evran er í raun í mótun. Löndin sem standa að baki hafa mörg hver mjög ólíkt hagkerfi. Að ætla sé að aðlaga þetta allt í einn stórann pakka byggðum á regluverki og pólitík er eitthvað sem enginn getur séð fyrir endann á.

Dollarinn er búinn að vera til staðar mjög lengi. Þjóðir hafa kosið að taka hann upp í viðskiptum ekki allar með góðum árangri þó. Það gleymist nú oft að minnast á það.  Krónan hefur lækkað mun meira en Evran - erum við þá ekki enn samkeppnishæfari en Evrulöndin? Það segir hagfræðin. Eða hvað...

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.5.2010 kl. 19:35

3 identicon

Hagfræðin er auðvitað aldrei augljós. Annars værum við jú ekki að ræða þetta. Hvað varðar dollarinn, þá hefur bandaríski seðlabankinn hins vegar aldrei sagt að hann vilji kaupa skuldabréf ríkja sem taka upp dollarinn. BNA hefur ekki heldur reynt að hvetja lönd sem hafa tekið upp dollarinn til þess að taka til í sínum ríkisfjármálum. Þannig að, já, dollarinn og evran eru ekki sami gjaldmiðill. Ég trúi hins vegar því að fréttir af dauða evrunar séu stórlega ýktar.

Hvað varðar samkeppnishæfni íslands, þá eru tvö grundvalla atriði sem skilja að evru-svæðið og ísland. Í fyrsta lagi þá er Ísland með flestar sínar skuldir í erlendum gjaldmiðil, þar á meðal evru. Þannig að þegar gengið lækkar, þá hækka skuldir í krónutölu. Hinn munurinn er að gengi krónunar er ekki fljótandi (sem stendur), vegna gjaldeyrishaftana. Þetta tvennt hefur ábyggilega ekki góð áhrif á samkeppnishæfni íslands.... né fyrir atvinnulíf landsins í heild. Eða hvað finnst þér?

Bjarni (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:36

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Nei, að sjálfsögðu ekki meðan gengið er ekki fljótandi. En ég er samt ekki á þeirri skoðun að upptaka Evru sé galdrameðalið sem læknar allt hérna. Ég tel að frekar ætti að huga að stjórnun bæði lands og fyrirtækja á markaði. Reyndar tel ég að íslensk fyrirtæki ættu að vera á erlendum hlutabréfamarkaði ef þau ætla sér á markað - því þar er eftirlitið eftir frammistöðu fyrirtækja mun meira og krafa um gegnsæi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.5.2010 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband