50 margvíslegar aðgerðir? Ertu að grínast? Og fyrir hverja?

Hvað segja þeir á vef ráðgjafastofu heimilana?

 "Samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofu Íslands árið 2009 höfðu 7,1% heimila lent í vanskilum með húsnæðislán/leigu á undanförnum 12 mánuðum og 10,3% heimila höfðu lent í vanskilum með önnur lán á sama tímabili. Árið 2009 áttu 39% heimila erfitt með að ná endum saman og þar af sögðust 8,2% eiga mjög erfitt með það. 15% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði og svipað hlutfall heimila taldi greiðslubyrði annarra lána en húsnæðislána vera þunga. Tæp 30% heimila gátu í ársbyrjun 2009 ekki mætt óvæntum útgjöldum að upphæð 130 þúsund með þeim leiðum sem þau venjulega nýta til að standa undir útgjöldum."

Greiðslujöfnun tengd við greiðslujöfnunarvísitölu sem er vegin við launaþróun. En fólk þarf að hafa laun og borga. Greiðslujöfnun lækkar greiðslubyrgðina um 17%.

Sértæk skuldaaðlögun þar sem lántaki greiðir af skuldum eftir greiðslugetu. Sértæk skuldaaðlögun er ætluð einstaklingum í verulegum greiðsluvanda sem sýnt er að geti ekki staðið að fullu undir skuldbindingum sínum um fyrirsjáanlega framtíð.
Sértæk skuldaaðlögun kemur ekki til greina ef önnur og vægari úrræði duga til að leysa vandann. Gert er ráð fyrir sölu eigna umfram það sem nauðsynlegt er til venjulegs heimilishalds en miðað við að í lok skuldaaðlögunartímabilsins haldi lántakinn hóflegu íbúðarhúsnæði og einum bíl með viðráðanlegri greiðslubyrði. Ef lántaki stendur ekki við greiðslur í samræmi við gerðan samning um skuldaaðlögun geta kröfuhafar ákveðið að skuldaaðlögun falli niður.

Skuldaaðlögun. Skuldaaðlögun byggist á samkomulagi lánveitenda, þar á meðal fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða og Íbúðalánasjóðs. Sé lántaki með skuldir hjá öðrum aðilum þarf hann að leita samkomulags við þá um mögulega skuldaaðlögun. Einstaklingur sem leitar eftir skuldaaðlögun skal snúa sér beint til aðalviðskiptabanka síns (banka eða sparisjóðs) sem leiðir skuldaaðlögunarferlið og telst því umsjónaraðili. Með aðalviðskiptabanka er átt við þann banka eða sparisjóð þar sem viðkomandi er með launareikning sinn. EN skilyrði sem þarf að uppfylla er að lántaki eða maki hafi að jafnaði greiðslugetu til að greiða af lánum sem svara til amk 110% af markaðsvirði eigna. Sérstök tilfelli fá þó að greiða sem nemur 80% af markaðsvirði eigna. Síðan eru það samningar við lánastonanir sem eru mismunandi og fela ekki í sér almenna leiðréttingu og ekki sitja allir við sama borð.

 

Skuldaúrræðin eru ætluð til þess að létta greiðslubyrgðina tímabundið með ærnum tilkostnaði í formi vaxta og verðbóta. Þeir sem verða fyrir tekjumissi virðast þurfa að fara gjaldþrotaleiðina (sem fólki finnst ekki fýsilegur kostur) og fólk með millitekjur fær takmarkaðar lausnir. Eins eru ekki úrræði fyrir fólk sem ekki vill lengur eiga húsnæði sitt vegna flutninga, tekjumissis eða hjónaskilnaðar - þar vantar t.d. lyklafrumvarpið þar sem veð í eign er einungis tengt þeirri eign hvað sem fyrir hana fæst.

Hægt er að sækja um frest á nauðungarsölu í 3 mánuði í stað eins. Einnig getur fólk verið í leiguíbúð í 3 mánuði í stað eins.  Nú er farið að ganga í eignir fólks sem treysti á að ríkisstjórnin hefði lausnir handa þeim. 

LÍN gjaldfellir nú lán ef fólk sökum tekjumissis stendur ekki í skilum. Skatturinn er alltaf reiðubúinn til að fara í fjárnám þó svo upphæðirnar séu lágar. Og þetta sjáðu til er ríkið - þið sjálf!

Nei Jóhanna mín - þessar 50 aðgerðir (sem ég hef að vísu ekki fundið allar) eru fyrir ákveðna einstaklinga en stórir hópar eru útundan. Það er ekki Skjaldborg - eða lausn. Það er mismunun.

Fólk hefur varla ofaní sig og á. Neysla dregst saman í þjóðfélaginu sem þýðir að það er engin smurning fyrir atvinnulífið. Samneyslan dregst líka saman sem hefur sömu þýðingu. Með þessu áframhaldi munu hjól atvinnulífsins fara í þvílíkan hægagang að ekki þarf nema einn gír.

Úrlausnir fyrir heimilin er ekki bara nauðsyn fyrir heimilin. Hún er líka nauðsyn þess að fólk geti haldið áfram að neyta vöru og þjónustu. Og það er frumskilyrði fyrir því að atvinnulíf geti blómstrað hér að nýju. Þetta eru því ekki bara stærstu kosningaloforðssvik stjórnarinnar heldur þau afdrifaríkustu til nánustu framtíðar ef ekkert er að gert.

Ef stjórnin getur ekki gert betur en þetta - ætti hún nú barasta að taka sængina sína og fara eitthvað annað.


mbl.is Hafa komið til móts við skuldavandann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

S-gjaldborgin var eins og önnur loforð Samspillingarinnar aðeins orð í munni gamalla komma fyrir fólk sem hlustar en sér ekki lengra en nef þess nær.

"Betur sjá augu en eyru" er það sem fólk þarf að muna auk orðanna "úr öskunni í eldinn" áður en það fer aftur að berja pönnur og potta auk þess að kveikja í rusli sem það þarf síðan sjálft að borga fyrir hreinsunina á...

Óskar (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 21:29

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það er að hitna í kolunum!

Sigurður Haraldsson, 9.6.2010 kl. 01:29

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - það er að hitna í kolunum. Og ef almenningur rís ekki upp og spyrnir við fótum þá endar þetta með stóru báli!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 11:42

4 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Jóhanna segir satt - aðgerðirnar eru a.m.k. 50

Ítrekaðar hækkanir á áfengi - tóbaki og bensíni hafa hækkað skuldir heimilanna um milljarða í gegnum vísitölutengingar -

 Jóhanna segir að aðgerðirnar séu 50 - má vera - ef allt er talið - virðisaukaskattshækkanir - lækkandi niðurgreiðsla lyfja - niðurfelling á niðurgreiðslu lyfja - skertar greiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja held ég að fjöldinn sé mun meiri.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.6.2010 kl. 06:42

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ja há - og það eru aðgerðir "fyrir heimilin"? Að hækka verð neysluvöru og skerða greiðslur til ellilífeyrisþega? Þvílikar aðgerðir, ég segi nú bara ekki annað. Það er ekki skrítið að almenningur hafi ekki áttað sig á þessum 50 aðgerðum í "þágu heimilana" ef þetta er málið.......

Sumir ættu nú bara að drífa sig í sumarfrí og koma EKKI aftur!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.6.2010 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband