9.6.2010 | 21:44
Og ef ekkert verður að gert þá fer talan uppí 60%
Það eru nokkrar lausnir mögulegar sem grípa þyrfti til strax.
1. Frysta lán þeirra sem eru eingöngu á bótum (sama um hverskonar bætur ræðir).
2. Uppreikna framfærsluviðmið bótaþega.
3. Hækka mæðra/feðra laun til einstæðra foreldra
4. Hækka barnabætur
5. Lengja frest vegna nauðungarsölu
6. Skoða og leiðrétta húsnæðislán
7. Lækka atvinnuhlutfall (ekki láglaunahópa) niður í 70% og gefa þar með fleirum tækifæri á að fara inná þann vinnumarkað sem þegar er til staðar.
8. Láta ekki bótaþega eða láglaunafólk greiða skatta af horlaununum/bótunum sem það fær.
Þetta eru allt mögulegar lausnir sem gætu komið í veg fyrir meiri skaða almennings. Skjaldborgin sem okkur var lofað var reist umhverfis bankana. Nú þarf að reisa skjaldborg heimilanna - og það strax.
30-40% heimila þurfa aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl Lísa Björk; æfinlega !
Þakka þér fyrir; áhugaverðar tillögur þínar, en,........ sú 9. gæti hljóðað upp á, að síðan yrði þorri stjórnmála hyskisins gripinn - og pyntaður, að fornum hætti, fyrir óhæfuverk sín öll.
Hrannar Baldursson; skrifaði mæta grein, um stöðu mála, fyrir stundu, hafir þú tök á, að líta inn til hans, að nokkru.
Með beztu kveðjum; úr öskustó Árnesþings /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 22:34
Heill og sæll Óskar :)
Jú - ég hef kíkt á bloggið hans Hrannars, en ég er örlítið bjartsýnni. Ég hef trú á því að enn sé hægt að moka flórinn og fá nýtt lið í brúnna. Félagar mínir í Hreyfingunni hafa látið í sér heyra inni á Alþingi og núna þarf fólkið að taka undir. Lilja Mósesdóttir hefur einnig haft uppi góða hluti sem ekki hafa fengist afgreiddir. Það er til ærlegt og gott fólk víða - en þjóðin hefur setið, beðið og vonað að fólkið í brúnni stæði við sitt og sín loforð. Nú er útséð um það. Svo sama fólkið og hrópaði "vanhæf ríkisstjórn" á sínum tíma þarf nú að hrópa meira og hærra og taka vini sína með sér.
Við getum verið sterk - almenningur - ef við stöndum saman.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 9.6.2010 kl. 22:44
Heyr, heyr..
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.6.2010 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.