Við verðum með "made in China" stimpil á enninu.........

Börnin okkar fara úr göllunum sem á stendur "Eign ríkisspítalanna" á fæðingardeildinni í eitthvað sem er vandlega merkt "made in China". Um fermingu fá svo allir stimpil á ennið og Stjórnmáladeild Háskólans verður flutt til Peking........

 ESB innlimun smáþjóðar að Kínverskri fyrirmynd? 

Hvar er ég?  The Twilight Zone?

En þetta er svona Jóhönnupælingin í þessu. Hin spurningin er, hvað er raunverulega í gangi. Eftir að lesa ýmsa pistla (og kíkja á fréttir) þá er líklegast að lega landsins sé eitt af því sem skapi þennan áhuga Kínverja á okkar litla landi. Þegar siglingaleið opnast um Norðurhöf þá erum við klárlega besti kostur fyrir uppskipunarhöfn t.d. þessa stórveldis. Eins höfum við ákveðna sérstöðu þar sem við erum utan ESB og ákvarðanir okkar eru EKKI teknar í Brussel - sem er gott.

Svo ég er ennþá að velta þessu fyrir mér. Jú - við þörfnumst erlends fjármagns og það fljótt til að geta komið hagkerfinu í gang. Nei - Evran og ESB er ekki fýsilegur kostur. Kínverjar eiga nú þegar mikið magn dollara og miklar fjárfestingar innan USA. Eins munu þeir allríkir af Evrum. Héðan geta þeir átt auðveldar með viðskipti í Evrópu.

Hafa Rússar verið að koma sterkir inn? Ég held ekki, án þess þó að vita það. Kaninn hafði hér aðstöðu en kaus ekki að nýta hana í viðskiptalegum tilgangi. Þess vegna er ekki útséð með áhuga þeirra á okkur með fjárfestingar í huga.

Ég held ekki að pólitískt hafi Kínverjar áhuga, þeir hugsa frekar um viðskipti. Og þeir hugsa langt fram í tímann.

Svo ég hef ekki gert það upp við mig hvort þetta er "slæmt" eða "tækifæri". Kínverjar eru ekki vinsælir hér og eins ekki þeirra pólitísku aðgerðir. Svo mikið er víst.

 

 


mbl.is Jóhanna: Lítum til Kína eftir fyrirmyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ég er sammála þér,að Kínverjar hafa mestan áhuga á,að koma upp aðstöðu hér á landi,vegna staðsetningar landsins.

 Að vísu hafa þeir tjáð sig um samstarf um uppbyggingu á nýtingu jarðvarma í Kína,en ég tel það víst,að þeir hafa lært af Íslendingum og eru því fullfærir að sjá um þau störf sjálfir.

 En það skal viðurkennast að staða okkar er slæm.Þannig að við þurfum að leita lausna.Þá er það víst að betra er að eiga viðskipti við Kínverja,sem eiga þó peninga,heldur en að skipti við aðila,sem eru tilbúnir að endurreisa efnahag Íslands,ef Íslendingar eru tilbúnir að lána þeim peninga til verka.

 Þessir menn vilja gera tilraunir um stofnun fyrirtækja,með ætlun að hirða gróðan,ef af verður.En láta Íslendinga um tapið.

Ingvi Rúnar Einarsson, 11.6.2010 kl. 00:07

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - það er rétt að bíða og sjá. Ég efast stórlega um að þessi viðskipti séu af pólitískum toga með þeim hætti að þeir ætli að hafa einhver áhrif á stjórnarkerfi hérlendis. Það væri allavega fráleitt.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 11.6.2010 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband