16.6.2010 | 21:19
Krónan ER góð.
Margir hafa nú úthúðað íslensku krónunni uppá síðkastið. En það er ég viss um að í dag jukust vinsældir hennar mjög með þessum dómi Hæstaréttar. Semsagt - gamla góða krónan mun bæta efnahagslífið og blása smá lífi í hagkerfið. Fyrsta alvöru úrlausnin eftir að bankahrunið setti hér allt á annan endan - í boði Hæstaréttar og íslensku krónnunnar.
Nú þarf bara Alþingi að gera betur..........
Öll gengistrygging ólögleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lísa - ég vil benda þér á mjög áhugaverðan pistil, frá "Bank For International Settlement" - hluti af þeirra nýjustu skýrslu:
Lestu þennan kafla:
http://www.bis.org/publ/qtrpdf/r_qt1006.pdf
"Currency collapses and output dynamics: a long-run
perspective1"
Sá kafli er mjög áhugaverður í ljósi umræðunnar um krónuna og afleiðingar stórfellds gengisfalls. En, þessi kafli fjallar akkúrat um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengisfalls, á grunni samanburðarfræði í alþjóðlegu samhengi, og þá skv. mati á reynslunni af slíku gengisfalli.
Þú getur sýnt þremenningunum í Hreyfingunni þetta - ég er viss um að þeim finnst þetta áhugavert.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.6.2010 kl. 22:42
Unfortunaltely the loans (in foreign currency) will still have to be paid by the Banks........The people who took the loans to buy the big Jeeps, caravans and other things that they could not afford may escape..........BUT !Once again, it will be the Icelandic tax payer who has to pay the bill........
Eirikur (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 22:52
Þakka þér fyrir Einar Björn, þetta er fróðleg grein. En bendir á það sem maður hefur sagt, þegar gengið fellur svona gríðarlega er vandamálið að myndast fyrir gengisfallið. En eftir á hefur þetta góð áhrif á útflutning og hagkerfið jafnar sig þó svo fylgifiskar séu ekki góðir s.s. verðbólga og annað. En þetta er einmitt hegðun hagkerfa - þau leita jafnvægis að nýju.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.6.2010 kl. 14:57
Einar - nú veit ég ekki hvort orð þín til Hreyfingarinnar áttu að vera þeim til vansa. En ég vil benda á að þingmenn Hreyfingarinnar hafa frá fyrsta degi verið rödd fólksins á þingi og barist fyrir því sem almannaraddir hafa endurómað. Aukið lýðræði í gegnum Alþingi. Sé það vilji landsmanna að fara t.d. í ESB þá er það landsmanna að kjósa þar um, ekki miðstýrðra flokksmanna á þingi sem vinna útfrá eigin pólitík. Almenningur kallar á aukið lýðræði og breytingar frá hinu miðstýrða flokkskerfi sem hefur ráðið hér ríkjum frá upphafi. Hreyfingin svaraði þessari rödd og núna í bæjarstjórnarkostningunum mátti sjá lýðræðissinnaða hópa spretta upp víða og ná góðum árangri t.d. Besti flokkurinn.
Það hlýtur að vera sjálfsagt að hlusta eftir vilja fólksins og vinna útfrá því. Þetta finnst mér stór umbót í stjórnmálakerfinu og vonandi næst árangur til að þetta verði í þessa átt til framtíðar. Við erum bara að stíga fyrstu skrefin.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.6.2010 kl. 15:32
Jú, þakka má krónunni þetta að einhverju leyti, þó fyrst og fremst lögum um gjaldmiðil Íslands annarsvegar og um vexti og verðtryggingu hinsvegar.
Krónan hækkaði líka gengistryggðu lánin sem hún er að bjarga fólki undan núna og þvingaði lántakendur út í þau, þ.e. verðtryggingin gerði það. Krónan hækkaði líka allar innfluttar vörur um 50-100% og gerði Ísland að láglaunalandi á nokkrum mánuðum.
Sannarlega tvíeggjað sverð, gjaldmiðillinn okkar!
Theódór Norðkvist, 17.6.2010 kl. 16:24
Já Theódór. Gjaldmiðill er gjarnan tvíeggjað sverð og honum þarf að beita sem slíkum. Það eru ennþá uppi háværar raddir um verðtrygginguna og réttmæti hennar. En að mínu mati er tvíeggjað sverð ekki af hinu slæma ef fólk nær að nota það á réttan hátt. Þetta mun að sjálfsögðu koma inn á innflutningi, en þá er ekki annað hægt en að draga tímabundið saman seglin á þeim og einbeyta sér að útflutningi vöru og þjónustu til að skapa landinu gjaldeyristekjur. Þessi hagsveifla mun síðan minnka og ef horft er aftur til sögunnar þá mun þetta jafna sig. Vissulega eru öðruvísi aðstæður núna og þar þarf að horfa til heimilanna og úrræða fyrir þau svo þau geti beðið af sér þessa stóru sveiflu. En allt er hægt er viljinn er fyrir hendi og fólk tekur sig saman. Ég hef áður á þessu bloggi bent á úrlausnir sem beyta má til bráðabirgða fyrir þann hóp sem á í stærstum vanda vegna bankahrunsins og á hvað erfiðast með að halda í heimili sín. Ég mun halda þeim á lofti uns eitthvað gerist!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.6.2010 kl. 16:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.