Átakanlegt píp!

Heilladagur hvað? Það hefur margoft sýnt sig í skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga er andvígur þessari umsókn og vilja ekki ESB. Þetta er svo týpískt dæmi um það "lýðveldi" sem við búum í - þ.e. miðstýrðir stjórnmálamenn taka ákvarðanir eftir sínum eigin pólitíska haus.

Ég á mér eina ósk núna á þessum annars ágæta þjóðhátíðardegi, hafandi hlustað á Jóhönnu von Skjaldborg tala enn einu sinni um lausnir til heimilanna - eins og hún hefur nú brillerað í þá áttina. Nú og svö Össur núna skríkjandi um ESB viðræður sem kosta okkur milljarða. Hún er sú að þessi ríkisstjórn fari í sumarfrí sem fyrst og komi aldrei aftur. Því mundi ég fagna heilshugar.

Það þarf að vekja eða hrekja þessa ríkisstjórn í burtu. Hún er ennþá með sitt ámátlega píp sem er ekkert í samræmi við það sem þjóð vor þarfnast eða vill. 

Amen


mbl.is „Heilladagur fyrir Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

ESB er framtíðin. Stórmerkilegur félagsskapur frjálsra þjóða.

Árni Björn Guðjónsson, 17.6.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Össur er hluti þessi týpíski úr sér genginn íslenski stjórnmálamaður. Hann talar um "heilladag" þegar það er mikill minnihluti þjóðarinnar sem getur tekið undir það. Hann ætti að sýna af sér meiri auðmýkt og spara stóru orðin á 17. júní en hann talar yfirleitt áður en hann hugsar blessaður.

Guðmundur St Ragnarsson, 17.6.2010 kl. 22:51

3 Smámynd: Sævar Einarsson

ESB er ekkert nema leppur Þjóðverja um að uppfylla gamlan draum Adolfs Hitler að söla undir sig Evrópu, núna í formi skrifræðis en ekki stríðsátaka og ég segi nei takk, ekkert ESB.

Sævar Einarsson, 17.6.2010 kl. 23:15

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það er bara leitt að Össur og hans fólk fái að eyða milljörðum sem gætu nýst almenningi svo miklu miklu betur. Er ekki hægt að finna ráðherrastarf fyrir manninn í EBS ríki?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 17.6.2010 kl. 23:28

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það held ég að Silvio Berslusconi  sé glaður í dag. Ítalir eru gríðarlega valdamiklir innan ESB og "njóta" leiðsagnar mafíuleiðtogans Berlusconi .

Fjöldi þingmanna í ESB fer eftir fólksfjölda aðildarlandanna, Finnar Svíar og Danir með sínar ca. 20 milljónir íbúa hafa ekkert að gera í ítala með um 60 milljónir manns. Svo að verði framtíðarsýn Össurar og Jóhönnu að veruleika skulum við búa okkur undir valdatafl alvöru mafíósa sem láta Björgólfa og Baugsfeðga blikna í samanburði. You ain´t seen nothing yet

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:01

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr, heyr.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.6.2010 kl. 01:40

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að verjast lýðræðið lifi!

Sigurður Haraldsson, 18.6.2010 kl. 03:34

8 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við berjumst og verjumst - það er lítið annað í stöðunni!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.6.2010 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband