En ekki hvað Steingrímur!

Auðvitað er þetta áfellisdómur, en ekki á fjármálakerfið per se heldur þá sem eiga að vera að stjórna því. Og þar fer nú Steingrímur í broddi fylkingar sem fjármálaráðherra. Auðvitað áttu stjórnvöld að vera löngu búin að grípa í taumana strax. Auðvitað átti FME að vera búið að grípa í taumana. Þetta eru eftirlitskerfin sem hafa brugðist og eru svo máttvana að það þarf úrskurð Hæstaréttar til þess að flengja þau!

Hvernig væri nú að fara að líta á stöðu þeirra sem eru ennþá í stórum vandamálum vegna bankahrunsins sem sömur eftirlitskerfi (stórnvöld og FME) bókstaflega sáu ekki fyrir, á einhvern óskiljanlegan hátt. Við erum með 17000 atvinnulausa sem ekki geta greitt sín venjulegu lán. Allt dulda atvinnuleysið þ.e. fólk sem á ekki bótarétt og fer í skóla eða bætur hjá félagsþjónustu. Megnið barnafólk. Hvenær á að taka af skarið og frysta lán þessa fólks þar til það getur um höfuð sér strokið á ný svo dæmi sé tekið. Hvernig væri að stöðva nauðungarsölur uns fólk getur í það minnsta unnið fyrir sér og sínum?

Fussum svei 

Steingrímur telur þetta áfellisdóm? Ó já, það er hann. En hann ætti að spá í hvað almenningur sem kaus hann á þing heldur um hann á þessum tíma. Ef ég væri annað hvort Jóhanna eða Steingrímur þá mundi ég ekki fara út fyrir hússins dyr uns ég hefði lausn fyrir almenning.

Amen


mbl.is Meiriháttar áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agla

Algjörlega sammála!

Fjármálakerfinu okkar er vonandi ekki stýrt af geimverum?

Agla, 18.6.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jaá !!! þurfum við ekki að vekja fjármála ráðherrann.

 

Hrólfur Þ Hraundal, 18.6.2010 kl. 17:24

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Er hann ekki jarðfræðingur? Hvað skyldi hann vita mikið um hagfræði? Spurning hvort ekki sé betra að fá hæfari mann til starfans.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 18.6.2010 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband