Dómur sem þessi skal standa.

Þessi réttláti dómur Hæstaréttar er fyrsta skref okkar í átt til réttlætis. Fram til þessa hafa stjórnvöld verið gagnslaus þegar komið er að lánafyrirtækjum, sérstaklega viðskiptabönkunum. Hvers vegna að skipa þessa skjaldborg um bankana spyrja sig flestir.

Svarið er fjári augljóst en alveg jafn ósanngjarnt. 

Númer eitt.  Ríkið þarf að leyta til viðskiptabankanna eða erlendra viðskiptabanka eftir lánum því Seðlabanki Íslands lánar eingöngu skammtímalán til viðskiptabankanna. Þar koma stýrivextirnir inn. Ofan á þá er síðan bætt á vöxtum sem ríkið þarf að greiða. Fáránlegt fyrirkomulag. Hví sér ekki Seðlabanki Íslands um lán beint til ríkisins? Það mundu sparast milljarðar og milljarðar ofan á vaxtagreiðslum ríkisins. Og ríkið þyrfti ekki að slá skjaldborg um viðskiptabankanna heldur væru þeir þá bara á frjálsum markaði og þyrfti að starfa sem slíkir. Og fara á hausinn sem slíkir ef til þess kæmi.

 

Númer tvö: Hér á landi er óargadýr sem heitir AGS. Þeir setja stífar kröfur um þessa bankastarfsemi og uppbyggingu hennar. AGS hefur anga inní ESB sem einhverjir kálfar vilja enn sjá hérna, þrátt fyrir að meira að segja vinir okkar Danir séu nú farnir að spyrna harkalega við fótum. Aðildarferlið kostar milljarða og milljarða ofan. AGS og ESB hafa svo anga sína líka inní Icesave. Það er óþarfi að útlista það nánar.

Ég býð ríkinu þessa lausn, gjaldfrjálst, að losa sig við AGS - hætta þessu þvaðri um ESB - breyta lögum um Seðlabanka Íslands og spara þar með milljarða og milljarða ofan. Hætta við niðurskurð í velferðarkerfinu og hefja innspýtingu fjármagns í efnahagskerfið svo atvinnulífið fari að blómstra og fólk geti rétt úr kútnum og borgað lán sín og skatta - ásamt því að lifa.

Værsgo!

 


mbl.is Samningsvextir haldist ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nokkuð góð innkoma takk fyrir

Sigurður Haraldsson, 24.6.2010 kl. 15:55

2 identicon

Dómur skal standa ?? Já hann gerir það, en það var ekkert tekið fram m.v. hvaða vexti skal miða í útreikningum lánanna.

Það er mjög óþolandi þegar fólk eins og þú hreinlega skilur ekki fréttina eða ert heyrnalaus. Það er enginn að tala um að breyta dómnum ! Einungis er þrætt um hver vaxtakjör skulu vera.

Magnús (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 16:20

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það hefur ýmislegt verið sagt Magnús. Og gott er nú að vera alvitur og vita þá nákvæmlega hvað "allir" eru að þræta um.

Vextirnir eru skráðir í samningana. Mjög lágir já, en skráðir þar engu að síður. Á að skella á þetta hærri vöxtum og verðtryggingu? Á að borga tilbaka það sem margur hefur greitt umfram höfðustól? Á að setja lög á þetta? Afturvirk?

Ég heyri greinilega meira en þú eða kannski betur.........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.6.2010 kl. 16:29

4 identicon

Ef þú staldrar aðeins við og hugsar málið til enda, finnst þér þá innst inni réttlátt að verðlauna þá sem tóku þá áhættu að taka gengistryggt/erlent lán með því að láta erlendu vextina standa og vera margfalt betur statt eftir leiðréttingu en þann sem tók venjulegt íslenskt verðtryggt eða óverðtryggt lán ? Og ég tala nú ekki um ef þetta fer á bitna á skattgreiðendum.

Það þýðir ekki að koma með það svar að þetta var það eina í boði, það hefur ALLTAF verið hægt að taka íslensk lán þó svo margir bílasalar hafi sagt svo ekki vera.

Svo má benda á í lokinn að einungis 1-2% lántakenda hafa greitt meira í afborganir en upphaflegur höfuðstóll, það á þá sérstaklega við þá sem hafa greitt upp lánin, aðrir skulda ennþá þó svo endurreiknaður höfuðstóll sé mun lægri en hann stendur í núna.

Magnús (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 22:01

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - mér fannst þú hljóma svolítið bitur. Hvað er réttlátt? Er réttlátt að láta fjármálafyrirtæki og stjórnendur þeirra leggja hagkerfið á hvolf og varpa ábyrgðinni á þjóðina? Nei, auðvitað ekki. Er réttlátt að fá litlar sem engar úrbætur þar sem AGS stendur í vegi fyrir þeim vegna þess að einblýnt er á bankakerfið? Nei, auðvitað ekki. Er réttlátt að við sitjum uppi með Icesave skuldirnar? Nei - fáránlegt. Er réttlátt að fjármálafyrirtæki komust upp með að greiða ekki fjármagnstekjuskatt af afleiðuviðskiptum? Nei - langt frá því. Er réttlátt að úrlausnir fyrir heimili miðuðust við þá sem höfðu ágætis greiðslugetu? Nei - því fer fjarri. 

Svona gæti ég haldið áfram.

En það sem við þurfum er að einstaklingar hafi efni á að auka neyslu og innspýtingu í hagkerfið. Persónulega var ég ekki með myntkörfulán. Nei - ég tapaði feitt á verðtryggðuláni þegar ég varð að selja bíl á markaðsverði en lánið var komið yfir það vegna verðbólgu. Er ég að öskra og æpa hvað sé réttlátt?

Það sem er réttlátt er að smám saman séu leiðréttar þær afdrifaríku vitleysur sem þessi þjóð hefur mátt þola.

Það er réttlátt og ég vonast til að margt annað fylgi í kjölfarið.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.6.2010 kl. 22:34

6 identicon

Ég hef séð marga halda því fram, áður en niðurstaða Hæstaréttar lág fyrir, og jafnvel áður en það mál fór í gang, að "áhættu"fíklar og bruðlarar hafi tekið þessi gjaldeyris lán og eigi því að borga eftir "áhættunni" sem þeir tóku.

Nú þegar niðurstaða Hæstaréttar liggur fyrir þá eru sömu orð notuð um þá sem tóku þessi lán, þ.e. "áhættu"fíklar tóku lánin... en annað uppá teningnum... alltí einu virðist aldrei hafa verið áhætta tekin af fjármálafyrirtækjunum heldur eiga "áhættu"fíklarnir(almúginn) ennþá eiga að borga sem allra mest.

Ég spyr þá: hverjir voru að taka áhættuna?
Var það bara sauðsvartur og skítugur almúginn en ekki fínu fjármálafyrirtækin?

Fjármálafyrirtækin tóku að vísu "áhættu" þegar þau fóru gegn krónunni til að fella hana og þar á undan tóku sénsinn á að veita þessi lán vitandi um lagaóvissuna gegn þeim.

Eða tóku þau kannski enga áhættu?
Eru þau stikkfrí af áhættu og jafnvel yfir lög hafin?

Áður en niðurstöðu Hæstaréttar lág fyrir, þegar skítugi almuginn með allt niðrum sig, mætti til funds í fínu hallir fjármálafyrirtækjana, skreið á fjórum og grátbað þá um að sína sér og sínum skilning og í það minnsta breyta þessum lánum afturvirkt í venjuleg verðtryggð íslensk lán, var svarið NEI.

Afhverju ætti sami lúsugi almúginn að sína skilning núna þegar þessu er öfugt farið?

En ætli það verði ekki fjármálafyrirtækin sem munu syngja "I fought the law and I won" þegar allt þetta verður yfirstaðið!?

Gísli (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 23:24

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það sem maður má spyrja sig um fjármálafyrirtækin - afhverju buðu þeir ólögmæt lán? Og afhverju var FME ekki búið að stöðva þetta? Þessi lög sem Hæstiréttur vitnaði í eru ekkert ný af nálinni. Það má segja að þeir hafi tekið ansi stóra áhættu.

Almenningur hinsvegar. Ég hugsa að fæstir hafi horft í áhættu heldur látið sölumenn selja sér þennan lánamöguleika. Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að hafa gífurlegt innsæi í almennan fjármálamarkað. Þessvegna pirrar það mig svolítið þegar "fjöldinn" er stimplaður sem áhættusæknir einstaklingar þegar í raun flestir eru frekar áhættufælnir.

Ég veit hinsvegar ekki hvernig staðan er hjá t.d. Bretum og Hollendingum. Hverjum gat dottið til hugar að 12% vextir á innistæðum væru áhættulausar? Það er hærri arður en góð fyrirtæki á erlendum hlutabréfamarkaði bíður uppá - og það er mikil áhætta sem fylgir hlutabréfakaupum. En við megum borga brúsann fyrir þá!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 24.6.2010 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband