Afhverju er ég ekki hissa.....

Það kom nú klárlega í ljós að FME var á mjög mörgum sviðum ekki að gegna sínu eftirlitshlutverki - enda væri margt öðruvísi í dag ef svo hefði verið. Það er vissulega óþarfi að hafa Fjármálaeftirlit ef það er ekki mannað nægjanlega til að geta fylgt sinni eftirlitsskyldu, eins ef angi stjórnmála er of sterkur þar inni. Þetta er bara enn eitt dæmið um að hér var EKKERT virkt eftirlit með einu eða neinu í sambandi við fjármálastofnanir og þær léku algerlega lausum hala, þrátt fyrir skýr ákvæði um annað á lagalegum grunni. Einnig samkvæmt reglum FME sem eru að mestu leyti í samræmi við reglur ESB ríkjanna um eftirlit fjármálafyrirtækjanna sem eru þó að mínu mati of víðtækar fyrir lítil hagkerfi eins og okkar.

Hér er greinilega mikil vinna framundan.


mbl.is FME skoðaði aldrei gengislánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að finna óháð fólk til þess að sinna eftirlitsskyldu af þessu tagi og koma upp kerfi sem tryggir að málum sé fylgt eftir. Er þetta ekki mál sem umboðsmaður alþingis ætti að annast? Ef svo mætti efla hans stofnun en ég veit fyrir vissu að þetta er maður sem kemur hlutunum í verk.

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég held einmitt að FME ætti ekki á neinn hátt að tengjast stjórnvöldum heldur mun frekar Seðlabanka. Ef stofnun eins og FME tengist ríkisstjórninni og þeirra afstöðu í ákveðnum málum mun allataf ákveðin hætta á ferð.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.6.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband