26.6.2010 | 18:44
Þetta er skelfilega há tala
Það er óhugnarlegt að þetta margar fjölskyldur geti ekki séð sér og sínum farborða. Það sem er ennþá óhugnarlegra að ef ekki eru fundin úrræði fyrir það fólk sem er í hvað stærstum vanda þá kemur þessi tala væntanlega til með að hækka.
Hollendingar mega vissulega þökk eiga fyrir að styðja fjölskylduhjálpina þrátt fyrir aðrar deilur sínar við Íslendinga. Hitt er að þetta er eitthvað sem við sem þjóð eigum að taka á sjálf. Á svona tímum sem við erum að upplifa núna þarf þjóðin að standa saman og hugsa fyrst og fremst um hvað við getum gert til að forðast fátækt og vansæld. Eftir að hafa lesið úr ræðu Jóhönnu Sigurðar forsætisráðherra fékk ég svona óhugnarhroll. Þrátt fyrir allt sem á okkur má dynja er ennþá aðalmálið að eltast við ESB og þá auðvitað AGS. Þrátt fyrir að lönd hinnar draumkenndu evru Jóhönnu séu á barmi þjóðargjaldþrots s.s. Grikkland og Spánn, þá vill hún samt að við förum sömu leið.
Í huganum óskaði ég mér henni miða aðra leiðina til annars hvors þessara landa. En það gerir lítið gagn. Íslendingar verða að koma með aðgerðaráætlun sem gagnast Íslendingum fyrst og fremst - ekki eftir xx mörg ár KANNSKI heldur NÚNA.
Við verðum að standa þétt saman og sýna hvað í okkur býr.
Enn styrkja Hollendingar fátæka Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú horfir framhjá einni mikilvægri staðreynd, ef Grikkland væri ekki í ESB væru þeir líklegast í sömu fjárhagskröggum nema Þýskaland og rest væru ekki að lána þeim pening til þess að halda þeim á floti. Þ.e.a.s. þeir væru líklegast í töluvert verri aðstæðum en þeir eru í núna.
Magnús Eggertsson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 00:36
Ég veit ekki hvernig þú getur sagt gjörsamlega til um það. Ég mundi allavega ekki treysta mér til þess. Auðvitað ef þeir hafa þurft að fara að einu og öllu í samræmi við kröfur ESB ríkjanna í stað þess að byggja upp á eigin forsendum - líkt og við erum að gera núna. Þá endar það með þjóðargjaldþroti.
Við erum í raun - ef tillit er tekið til allra okkar auðlinda - fullkomlega sjálfbær þjóð. Fullkomlega eftirsóknarverð líka. Og ef það næst að halda áfram að brjóta allt hér niður og sölsa undir sig þá erum við í vondum málum.
Við erum ekki nema 350 þús (eða þar um bil - förum fækkandi). Við þurfum ekki að gleypa heiminn í kringum okkur á sama ofurhraða og það var búið að telja okkur trú um að við gætum. Ef við hugsum í réttu hlutfalli við stærð okkar og gerum ekki endalausar lúxuskröfur þá erum við í góðum málum. Við þurfum ekki þrjár Verslunarmiðstöðvar, átta Háskóla og allt þetta veldi sem við höfum verið að byggja upp. Þurfum ekki að vera með 3 banka á alþjóðavettvangi. Þurfum ekki að vera með öfluga alþjóðastarfsemi á öllum sviðum.
En við ÞURFUM að standa vörð um eigin þjóð og almannahag. Við eigum líka að halda rétti okkar til að taka eigin ákvarðanir og skapa lög og reglugerðir sem henta okkar stærð af hagkerfi. Við erum ekki stórveldi. Græðgi hefur aldrei verið af hinu góða.
ESB er stórt gráðugt batterí. Þar eru völd en ekki svo mikill auður þessa stundina. Hvað höfum við í slíkt að sækja?
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2010 kl. 01:10
Að auki, þar sem ég tiltók líka Spán - þá ætla ég að vitna hér í Gunnar Rögnvaldsson sem lengi hefur gert sér far um að afla sér þekkingu um ESB skrímslið.
"Eftir 24 ár í Evrópusambandinu vill enginn fæða börn á Spáni. En það vill heldur enginn lána Spánverjum peninga. Fjármálakerfi landsins hefur nú verið sparkað út úr samfélagi alþjóðabanka og útaf millibankamarkaði þeirra. Mynt Spánar er evra og er hún líklega um 50-70% of hátt metin fyrir spænskt atvinnulíf. Þess vegna eru allir atvinnulausir á Spáni. Of fáir vilja kaupa af þeim of dýrar vörur í of dýrum evrum. Spánn er full stopp. Börn vita að svona fer þegar gjaldmiðillinn er þjóðinni ónytjungur. "
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2010 kl. 01:24
Það að standa saman er hár rétt en því miður eru of margir sem sjá ekki sólina fyrir ESB sem er alveg með ólíkindum því að Brussel veldið á ekki við okkur nú né nokkurn tíma!
Sigurður Haraldsson, 27.6.2010 kl. 02:38
Einkennilegt að umræðan um aðild snýst eingöngu um peninga og völd. Lýsir okkur Íslendingum ákaflega vel, verð ég því miður að segja.
Thor Svensson (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 07:11
Það vill enginn lána Spánverjum peninga ?. Stutt er síðan að Obama og Goggi Soros voru til í að lána þeim villt og galið , en að vísu bara til að byggja vindmyllur, Gallinn er bara sá að Don Kíkóti er vaknaður og kominn í stríð við vindmyllurnar, svo Soros er búinn að snúa sér að Brazilíu og olíulindunum þeirra. og er sennilega að borga (blaða-)mönnum til að tala niður Spánska efnahaginn og (evruna með) , svo hann fái fleiri Realos í Brazilíudæmið, þegar Spánn þarf að borga til baka það sem þeir eru þegar búnir að slá hann um.
Bjorn (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 09:25
Ég verð að segja að stundum finnast mér rök ESB sinna alveg með eindæmum. Atvinnuleysi á Spáni hefur aukist ár frá ári síðan þeir gengu í Evrópusambandið. Atvinnuleysi almennt í Evrópu er mjög hátt og ekki til eftirbreytni. Fólk horfir til þess að vextir muni lækka á erlendum lánum. Stóra spurningin er hvort fólk er þá að taka tillit til raunvaxta eða nafnvaxta.
Ef gjaldmiðill lands, eins og nú er á spáni, styður ekki hagkerfi þess og er farinn að vinna á móti því er það mjög alvarlegt mál. Völdin í höndum Brussel og þeir geta ekki um frjálst höfuð strokið.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 27.6.2010 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.