Bankarnir fengu afslátt - ekki eigendur eignanna.

Þó svo líta megi á þetta sem rökrétt - að færa eignir á gengistryggðum lánum yfir á nýju bankanna á góðum afslætti vegna væntanlegs greiðslufalls - þá sýnir þetta að vitað var að lánin mundu stíga almenningi yfir höfuð. Það var semsagt öllum ljóst að þessi lán yrðu á þann veg að greiðendur þeirra gætu ekki staðið í skilum. En að sjálfsögðu var haldið áfram að innheimta fulla greiðslu miðað við gengi hverju sinni og höfuðstóll á greiðsluseðli lántakandans óx jafnt og þétt. Sennilega var þessi sami höfuðstóll mun lægri í bankanum (sem nam afslætti, þ.e. afskrift vegna vænts greiðslufalls).

Kannski hefði það verið ódýrara fyrir ríkið og eigendur bankanna að koma til móts við lántakendur og gera þeim kleift að greiða af láni sínu eftir getu strax í upphafi frekar en að afskrifa þá fyrirfram sem "væntanlegt greiðslufall". Ef eignirnar hefðu verið metnar miðað við vænta greiðslugetu og þá útfrá svipuðu gengi og var til staðar er lánið var tekið, hefði kannski raunhæfara mat verið fært yfir til nýju bankanna og tjónið orðið minna.

Samt hefði sennilega verið ráðlegast að gaumgæfa raddir almennings um ólögmæti lánanna strax í upphafi og fá lögfræðilegt álit til að geta notað varfærnisregluna (sem þó hefur verið gert með afslættinum en dugði ekki til) við yfirfærslu til nýju bankanna og þá hefði efnahagsreikningurinn verið nærri lagi.

Með þessu móti hefðu lánveitendur strax getað leitað eftir samningum við lántakendur á raunhæfum grunni og eflaust tapað mun minna en þeir munu nú gera. Eins hefði almenningur frekar getað greitt af lánum sínum og mikið af þeim erfiðleikum sem þjóðfélagið horfir til núna hefði getað minnkað með betri stöðu neytenda. Neytendur hefðu verið aflögufærir um neyslu til þjóðfélagsins og áhrif efnahagshrunsins dempuð fyrir þjóðfélagið í heild.

Auðvitað var þetta ekki gert. En það er ekki of seint að læra af mistökum sínum og reyna að ná betri jöfnuði milli lánveitenda og neytenda með það í huga að auka jafnframt neyslu og þar með skattinnkomu til ríkisins. Gleymum því ekki að neytandi greiðir virðisaukaskatt af svo til allri neyslu sem skilar sér sem skatttekjur til ríkisins. Það er því hagur allra að auka neysluna.


mbl.is Afsláttur af eignum dugar ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband