30.6.2010 | 17:14
Og þessi fyrirtæki halda áfram að senda reikninga!
Hafa ákveðin fjármálafyrirtæki engan hemil? Mörg hver halda áfram að senda reikninga innum lúgur og í heimabanka fólks sem er með gengistryggð lán. Eins og ekkert hefði í skorist. Bara si sona. Auðvitað vita þeir, eins og ég, að það er til fólk sem er ómeðvitað um dóminn, ómeðvitað um hvað gerist ef þeir borga ekki og jafnvel þora ekki annað en að borgar skuldir sínar eins og venjulega.
Í sumum tilfellum eru þessi lán inni í greiðsludreifingu fólks hjá viðskiptabanka þess.
Það ætti að setja lögbann á fjármálafyrirtæki vegna innheimtu á ólöglegum lánum - strax.
Vilja skoða lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.