1.7.2010 | 00:16
Skjaldborg fjármálastofnana!
Hvaðan koma þessi rök um að breyta samningsbundnum vöxtum? Var ekki AGS að smjaðra og blaðra um það hversu vel þeim líkaði ný lög ríkisstjórnarinnar varðandi skuldug heimili og að þessi dómur mundi ekki fella fjármálakerfið. Eitthvað segir mér að þeir hafi sagt ríkisstjórninni allt aðra sögu en fjölmiðlum hvað þetta varðar. Maður þarf ekki beint að vera skyggn til að áætla slíkt - það segir sig sjálft.
Stór hluti þess fólks sem ennþá er að borga af stökkbreyttum lánum hefur nú þegar borgað höfðustól lánanna og gott betur. Um að gera að bæta svo á þetta fólk vöxtum sem hvergi eru samningsbundnir. Þessi lán hækkuðu um meira en 100%. Og höfuðstóllinn eftir því.
Í uppgjöri til nýju bankanna voru þessi lán talin lögmæt. Hinsvegar fékkst af þeim stór afsláttur. Vegna þess að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir því að þetta mundi leiða fjölda fólks í gjaldþrot og því þyrfti að afskrifa stóran hluta þessara skulda.
Ríkisstjórninni er semsé sama um að heimili verði gjaldþrota. Gerðu meira að segja ráð fyrir því. En datt ekki til hugar að athuga lögmæti lánanna. Og nú til að klóra í bakkann - hæstu vexti takk!
Má ekki bara bjóða ykkur að pakka saman og fara á atvinnuleysisbætur - ásamt hinum 17þús?
Tala máli kerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikil vonbrigði, að útlit er fyrir að ríkisstjórnin hafi klúðrar endurreisn bankakerfisins, en skv. skýrslu AGS frá því síðast er heildarstærð bankakerfisins 1,59 þjóðarframleiðslur.
Vorið 2009 þegar þetta var enn bráðabirgðastj. voru stj.fl. varaðir við því, að sóa þeim peningum sem myndu fást við það að færa útlán yfir til nýju bankanna á tuga prósenta afslætti.
En, flest bendir til, að þeim gróða sé búið að sólunda, vegna þess að bankakerfið er mun stærra en hakgerfið þarf um þessar mundir, þ.e. rekstrarkostnaður og launakostnaður hvort tveggja hærri en þörf var fyrir.
Peningurinn kemur einhvers staðar að, hann virðist hafa verið gróðinn sem ég var að vísa til, að hafi verið sólundað.
Stj.fl. skilja greinilega ekki hugtakið "opportunity cost" þ.e. ekki er hægt að nota sama peninginn tvisvar, eða, ef þú gerir eitt við þinn pening getur þú ekki gert annað.
*Þeir peningar sem farið hafa í að reka stærra bankakerfi en þurfti - með fleiri starfsmönnum en þurfti -
*Er það ekki akúrat peningurinn, sem hefði annars verið hægt að nota til 20% almennra afskrifta?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 1.7.2010 kl. 01:08
Mikið er ég sammála þér Einar. Í þessari "uppbyggingu" er lítið sem ekkert tekið tillit til hagfræðinnar og þeirrar staðreyndar að neysla er nauðsynleg til að smyrja hjól atvinnulífs. Eins er yfirbyggingin á við mun stærra hagkerfi en við erum með hér. Ég talaði um í bloggi áður að hér eru of margar fjármálastofnanir, of margir háskólar of mikið af svo mörgu. Með því að sólunda fé í eitthvað sem er okkur í raun offviða og óþarft er svo dregið saman á þeim stöðum sem virkilega þarfnast fjármagns og innspýtingar.
Fórnarkostnaður er hugtak sem stjórnin skilur ekki - enda velur hún dýrustu og verstu leiðirnar til að takast á við vandamálin - þ.e. þau sem hún tekst á við.
Við erum auðug þjóð - af mannauð og náttúruauðlindum. Við gætum komið okkur uppúr þessari kreppu mun fyrr ef réttum tækjum væri beytt!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.7.2010 kl. 10:06
Lísa það er rétt hjá þér, einnig ef við verðum höfð með í ráðum en ekki valtað yfir okkur aftur og aftur það leiðir ekki nema til landflótta og uppgjafar gagnvart kerfinu og afleiðingarnar annað hrun það sé ég!
Sigurður Haraldsson, 1.7.2010 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.