1.7.2010 | 09:59
Áframhaldandi uppsagnir - hvar er uppbyggingin?
Enn bætist í hóp atvinnulausra. Auðvitað, ef tillit er tekið til þess hvað er að gerast í ESB ríkjunum og hefur verið viðloðandi í mörg ár þá kemur þetta ekki á óvart. Þar sem ríkisstjórnin hugar nú á aðildarviðræður og mun þiggja milljarða til að aðlaga hagkerfi okkar ESB ríkjunum. Þar sem atvinnuleysi er yfirþyrmandi. Auðvitað hafa fjármagnskóngar og fépúkar ekki áhyggjur - þeir hafa sitt. Það er almenningur sem mun líða skort.
Ef hér væri við völd ríkisstjórn sem hefði hag almennings í forgangi, mundi hún gera hvað hún gæti til að stöðva þetta ferli. Draga aðildarumsókn til baka og koma hagkerfinu í gang með því að efla atvinnulífið og gera neytendum kleift að lifa í sínu eigin landi. Það er ekki gert með endalausum niðurskurði, skattpínum og gjaldþrotum.
Hér þarf að snúa við blaðinu og það sem allra allra fyrst. Almenningur í landinu hefur ekki áhuga á þessari stefnu stjórnvalda.
Sem þýðir bara eitt. Þessi ríkisstjórn verður að fara og hleypa að fólki sem vill og þorir að koma hjólum hagkerfisins í gang - en ekki hlusta á kröfur erlendra pólitíkusa og hrægamma.
76 sagt upp hjá verktakafyrirtækjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl; Lísa Björk, æfinlega !
Og; staðan á einungis eftir, að versna að miklum mun.
Ég er margbúinn, að bjóða mönnum liðstyrk minn, í skipulagningu byltingar aðgrða, á minni síðu, við; fremur daufum undirtektum - enn; sem komið er.
Verði einhverrar viðreinsar von; er afar mikilvægt, að losna við illþýði það, sem er að koma öllu hér, á aðra hjörina.
Með; grimmdarverkum - ef, ekki vill betur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.7.2010 kl. 12:28
Sæll Óskar.
Ég hef trú á að fólk fari að vakna við illan draum. Ég spái því að haustið verði viðburðarríkt þegar íslendingar koma úr sumardvalanum. Ég sé ekki þessa að þessi stjórn eigi langa lífdaga eftir sumarfrí.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.7.2010 kl. 15:19
Sæl Lísa ég hef trú á að svo sé að ske núna og það er óskandi að það verði hægt að koma þessari stjórn frá hið fyrsta, og sumarfrí... þá mér finnst Ríkistjórnin ekki vera búin að vinna sér inn fyrir sumarfríi so sorry bara eins og krakkarnir myndu segja.
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.7.2010 kl. 21:12
Íslenska þjóðin þarf að standa saman til að ná árangri. Og það mun hún gera - því trúi ég. Það þarf að vekja þjóðina til umhugsunar. Gömlu gildin eiga ekki lengur við. Það eru ný gildi sem hrópa til almennings. Gildi sem vilja spillingu úr kortunum, rödd almennings á þingið og aukið lýðræði.
Við erum þjóðin!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.7.2010 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.