2.7.2010 | 12:18
Wake up call!
Ef þetta ætti ekki að fá hárin til að rísa á almenningi - og ríkisstjórninni, þá veit ég ekki hvað þarf til. Og þetta er bara í Kópavogi. Svo er það Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin.
Við EIGUM ekki að ÞURFA að líða þennan skort. Við erum auðug þjóð af mannauð og auðlindum. Það eru til úrræði sem geta aðstoðað fólk til að komast á réttan kjöl eftir að fjármálastofnanir kipptu undan okkur fótunum. En þeim úrræðum er sópað undir teppi. Þess í stað er aðaláhersla á að styðja og styrkja bankana og fara eftir þeim fyrirmælum AGS sem hnepptu Argentínu í fátækt og ánauð.
Nú þegar er þetta farið að bitna illilega á börnunum í landinu. Börn sem búa við fátækt bíða þess aldrei bætur, það markar djúp spot. Margir einstaklingar eru brotnir á sálinni vegna vonleysis og sjá ekki útúr svartnættinu. Geta ekki séð fyrir börnunum sínum meðan þeir horfa kannski á nágrannabörnin í velsæld. Þessir erfiðleikar aukast og taka ekkert tillit til þjóðernis, menntunar eða annars. Angar eymdarinnar eru að dreifa úr sér um þjóðfélagið eins og krabbamein.
Það er hægt að stöðva þetta og það verður að stöðva þetta.
Þjóðin verður að rísa upp og sameinast um ákall til stjórnvalda að enda þetta ástand. Eða víkja og hleypa þeim að sem þora að rísa undir eigin merkjum, hundsa AGS og erlenda pólitík og takast á við okkar vanda.
Þetta er ákall til ykkar!
Sífellt fleiri þurfa aðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ég er alveg sammála þér, en ég er hálf hræddur um að það verði svipuð viðbrögð við þessu eins og þegar ég reyndi að benda á að atvinnulausir fá ekki desemberuppbót til að standa kostnað af þvi að halda jól, viðbrögðin voru að svoleiðis þyrfti lagabreitingar og þetta auðvitað kostaði aukalega á tímum þar sem er verið að skera niður.
svona er ísland þvi miður í dag, ákall um hjálp er algerlega hunsað af yfirvöldum.
GunniS, 2.7.2010 kl. 13:32
Því getum við breytt!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.7.2010 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.