Ef ungir Íslendingar vilja vinna yfirleitt......

.....ættu þeir að huga að því hvert verið er að fara með okkur undir stjórn AGS og ríkisstjórnar sem hefur tvímælalaust búið til skjaldborg um fjármálastarfsemi og banka sem að stórum hluta er í eigu erlendra lánadrottna bankahrunsins.

Þetta er svolítið hjákátleg frétt því að krabbameinslæknar hafa þó altént ennþá vinnu á Íslandi meðan margir aðrir hafa það ekki. Auðvitað er nauðsynlegt að láta svona hluti í fjölmiðla - læknar eru jú svo skelfilega illa launaðir að enginn ætti að taka það í mál að fara í margra ára háskólanám til þess að gerast slíkur. Hvað þá hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, lyfjatæknir. Nú eða viðskiptafræðingur, hagfræðingur, lögfræðingur, sálfræðingur - og alls ekki stjórnmálafræðingur.

Nei - best væri að loka öllu háskólabatteríinu og taka strax ferjuna til norðurlandanna. Það komast jú ekki allir strax til Bandaríkjanna - það þarf ákveðið leyfi. Svo getur landið bara alið á skuldlausum borgurum sem fengu óverðtryggð lán fyrir tíma verðtryggingar og eru til í að borga brúsann. Allir aðrir geta bara hypjað sig.

Jesús Pétur og allt hans lið - hverjum skyldi detta sú óskammfeilni til hugar að stunda krabbameinslækningar á Íslandi? Hvað eru þeir með í mánaðarlaun? 150þús? Eins og þeir sem eru á bótum? Kannski er réttast að stofna sjóð fyrir lækna á Íslandi svo þeir geti haft ofaní sig og á. Og séð börnunum sínum farborða.

Úps - nei. Læknarnir eru víst ekki á bótum - ennþá. Bara illa launaðir.........


mbl.is Erfitt starf og illa launað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er ekki góð frétt en hvað skildu þeir hafa í laun?

Spurning hvort hægt sé að kaupa deiet-koce fyrir afganginn eftir skatta og önnur gjöld.

Sigurður Haraldsson, 7.7.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Óskar

Ég starfaði um árabil á landspítalanum og veit að meðallaun sérfræðilækna voru um 1,5 milljón á mánuði árið 2007 og þau hafa örugglega ekki lækkað síðan!  Það eina sem má nefnilega ekki skera niður á Landspítalanum eru laun lækna, sérstaklega séfræðilækna sem margir hverjir reka einnig stofur út í bæ í samkeppni við spítalann!  - Til að kóróna vitleysuna er, eða var allavega, ekki óalgengt að sérfræðilæknarnir notfærðu sér starfsaðstöðu, tól og tæki spítalans fyrir sjúklinga sem "fyrirtæki" þeirra voru að sinna.   Vælið í þessari stétt er hreint og beint hlægilegt.

Óskar, 7.7.2010 kl. 02:06

3 identicon

Ehem. 1.5 millj. meðallaun er eins langt frá sannleikanum og hægt er Óskar. Hvaða kjaftæði er þetta í þér? Laun sérfræðinga eru í kringum 700 000, fer eftir hversu lengi sérfræðingurinn hefur unnið á spítalanum. Á bak við þetta er margra ára sérnám ERLENDIS (sem þýðir lúsarlaun í þau ár sem er eytt í a.m.k. 11 ára sérnám fyrir utan kostnaðinn sem af þeim hlýst). Ef sérfræðingurinn vinnur eins og skepna á VÖKTUM til viðbótar getur launaseðillinn sjálfsagt hækkað en það er svona fólk eins og þú Óskar sem eyðileggur fyrir allri almennilegri umræðu um málið. Ég þekki persónulega allt það sem Sigurður Böðvarsson ræðir um í grein sinni og er hún góð lýsing á því sem hefur viðgengist á Landspítala, því miður. Þeir sem hafa tekið þátt í spilltri yfirstjórn eru bæði læknar, hjúkrunarfræðingar og ekki síður hagfræðingar og viðskiptafræðingar. Þetta er Björn Zoega sem betur fer að bæta úr og Hulda Gunnlaugsdóttir á undan honum.

obiwankenobi (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 05:06

4 identicon

Afsakið ónákvæmnina - hér eru nákvæmari tölur úr nýlegum launasamningi lækna - sjá má að sérfræðingur sem hlýtur hæstu hlaun er með kr. 657 248 á mánuði:

Mánaðarlaun

lfl 1.þrep 2.þrep 3.þrep 4.þrep 5.þrep

100 303,350

200 332,555 343,484 354,796 366,503

300 476,239 494,472 513,434 533,157 553,668

400 632,755 657,248

lfl. Röðun starfsheita

100 Kandidat

200 Læknir með lækningaleyfi

300 Sérfræðingur

400 Yfirlæknir

Við ákvörðun starfsaldur kandidats skal miða við upphaf starfs

1.þrep byrjunarlaun

2.þrep 6 mánuði í starfi

Við ákvörðun starfsaldur læknis með lækningaleyfi skal miða við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að hann hefur lagt inn fullgilda umsókn um lækningaleyfi hjá Landlækni

1.þrep byrjunarlaun

2.þrep eftir sex mánða starfsaldur

3.þrep eftir 2 ára starfsaldur

4.þrep eftir 3 árs starfsaldur

5.þrep læknir 55 ára og eldri sem tekur vaktir

Við ákvörðun starfsaldur læknis með sérfræðileyfi skal miða við fyrsta dag næsta mánaðar eftir að hann hefur lagt inn fullgilda umsókn um lækningaleyfi hjá Landlækni

1.þrep að 7 ára starfsaldri

2.þrep eftir 7 ára starfsaldur

3.þrep eftir 11 ára starfsaldur

4.þrep eftir 14 ára starfsaldur

5.þrep læknir 55 ára og eldri sem tekur vaktir

obiwankenobi (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 05:20

5 Smámynd: Heiða Rafnsdóttir

Heyr heyr Obiwan. Það að krefjast betri kjara er ekki einkamál þeirra lægst launuðu! Kjör starfsmanna á mörgum ríkisstofnunum hafa lengi verið bág, sérstaklega hjá grunnstoðunum þ.e.  heilbrigðis-, mennta- og löggæslustofnunum. Grunnlaun er það eina sem á að tala um þegar laun eru skoðuð. Við hér á skerinu höfum of lengi haldið að aukavinna væri regla en ekki undantekning.

Heiða Rafnsdóttir, 7.7.2010 kl. 08:24

6 identicon

Tek undir orð obiwa og Heiðu!  Ég öfunda læknan ekki, sérstaklega eftir að ég fór að vinna á spítalanum.  Langflestir læknar vinna ansi mikið og því skil ég ágætlega þeirra laun!  Ofan á það leggst heilmikið og langt nám!

Ríkisstjórnin þarf að fatta og sætta sig við að maður rekur ekki heilbrigðisþjónustu með hagnaði!!!  Og fyrir minn part langar mig ekkert rosalega til að hitta á lækni til að sinna mér sem er ósáttur við launin sín.

Málið er síður en svo eins svart/hvítt eins og Óskar nefnir!

Ásta (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 08:45

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Það er nú ýmislegt fleira sem hangir á spítunni en strípaðir launataxtar m.a. fá læknar sérstakt álag fyrir að vera í vinnunni sinni en ekki á einkastofunni útí bæ. Ég þurfti að fá aðstoð vikulega í nokkra mánuði á ákveðinni deild sem heyrði undir Landspítalann fyrir all nokkrum árum. Yfirlækni (sem var eini læknir deildarinnar) þeirrar deildar þóknaðist að vera þar einu sinni í viku í þrjá tíma fyrir hádegi á þriðjudögum. Þar fyrir utan var hann á sinni prívatstofu en þáði jafn framt full laun sem yfirlæknir deildarinnar...

Það er alveg týpiskt að það eru þessar stéttir sem eru fyrstar til að væla og hóta því að flýja land.

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 09:39

8 identicon

Ég verð að segja að það er tælandi að hefja glæpaferil... það er það sem gefst best á íslandi, ef menn eru nægilega stórtækir.

doctore (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 11:21

9 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Sammála doctore! Sá einu sinni íslenska sjónvarpsmynd sem fjallaði um ungan mann um miðbik fyrri aldar sem fór í kaupstað að tala við bankastjóra til þess að fá lán til þess að kaupa vörubíl og hitti þar roskinn og reyndan bissnessmann sem fór að leggja þeim unga lífsreglurnar og sagði m.a: "Ef þú ætlar að skulda þá skuldaðu ríkmannlega"! Mikill sannleikur í þessu

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 11:32

10 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Auðvitað eiga allir að hafa rétt til kjarabaráttu. Að mínu mati er það samt svo að flestir sem fara í langt háskólanám eru meðvitaðir um hvað bíður þeirra - líka kaup og kjör. Núna er búið að setja skattþrep á tekjuskatt og þá mátti svosem alveg búast við því að þeir sem hafa tekjur yfir þessu marki fari að láta í sér heyra. En í því ástandi sem við búum við núna finnst manni svolítið niðurlægjandi fyrir þá sem eru að berjast í bökkum að fá svona vælutón frá stéttum sem hafa í raun ágætis tekjur. Jú jú - þeir hafa langt háskólanám að baki, sem þeir völdu að fara í sjálfir.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.7.2010 kl. 12:13

11 Smámynd: Óskar

obiwankenobi,- kjaftæði.  Það getur verið að berstrípaður taxti sérfræðinga sé "ekki nema" 650 þúsund eða hvað það er,, en ég hef nú séð launaseðil hjá sérfræðingum og taxtinn er nú bara lítið brot af heildinni.  Óteljandi furðulegir liðir og sporslur er talið til tekna.  Meðallaun sérfræðinga á landspítalanum og þá meina ég meðalheildarlaun að sjálfsögðu eru yfir 1,5 milljónir.  Á bak við þá vinnu eru ekki neinir 200+ tímar.    Undanfarin ár er búið að taka til í hverju skúmaskoti í rekstri spítalans til að hagræða.  Skúringafólkið var látið fara og starfsemin boðin út og eftir það er varla þrifið svo heitið geti t.d. á skrifstofunum.  Laun margra starfsmanna lækkuð, en ekki má hrófla við læknunum!  -  Hæst launaða fólkið á spítalanum vælir mest!

Óskar, 7.7.2010 kl. 13:17

12 identicon

Ég veit bara að sonur minn sem er að fara í sérfræðinám er með 9 milljóna námslánaskuld á bakinu. Vinir hans sem fóru beint út í atvinnulífið eru flestir komnir með íbúð og bíl. Hann á hvorugt og er á leið í frekara nám. Menn ættu að athuga þetta aðeins betur áður en þeir fella dóma yfir sérfræðilæknum.

omj (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:36

13 identicon

Sæl öll

Eg vil í fyrsta lagi benda fólki á að lesa viðtalið sjálft sem birtist í Læknablaðinu en þessi frétt á mbl.is er í besta lagi hræðilega illa unnin. Þar birtast m.a. raunverulegar launatölur þessa manns. Sjá laeknabladid.is. Sú lesning útskýrir langbest af hverju hann leyfir sér að vekja máls á þessu (og gerði það í málgagni sinnar stéttar, ekki í fjölmiðlum) og hvers vegna þetta er alvarleg þróun. 

Ekki veit ég hvaða launaseðil Óskar sá árið 2007 en eitt er víst að sporslur og furðuliðir er hreint kjaftæði árið 2010 og hefur allt verið strípað burt af læknum líkt og öðrum stéttum, t.d. bílastyrkir sem tíðkuðust áður, sama hvað fólki fannst um þá á annað borð. Læknar hafa hlotið miklar kjararýrnarnir líkt og aðrar heilbrigðisstéttir en því miður virðist hin ágæta heilbrigðisráðstýra í heilögu stríði gegn læknum og lætur því frá sér villandi athugasemdir sem segja aðra sögu. Það er önnur vitleysan sem ég læt ósagða hér.

Upphrópunarmerki og ásökunar-/öfundartónn er ekki til að gera málflutning trúanlegri. Höldum okkur við staðreyndir. Meðallaun spítalalækna eru langt frá 1,5 milljónum. Og enginn fær greidd full laun sem er í hlutastarfi, þótt hann sé yfirlæknir.

gnúsinn (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 13:51

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það fara fleiri í sérnám en læknar. Það eru fleiri stéttar með margar milljónir í námslán á bakinu. Vitiði að leikskólakennarar fara nú í meistarnám? Hafið þið kynnt ykkur þeirra launataxta? Þetta er fólkið sem hugsar um börnin okkar meðan við hin vinnum á öðrum launatöxtum.

Bara smá innskot í pælinguma!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.7.2010 kl. 14:53

15 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég er búinn að lesa þetta viðtal í Læknablaðinu og langar mig til að bæta við dálitlu vegna þess sem hann segir um sérfræðinámið erlendis sem þeir greiði sjálfir og lifi við þröngan kost. Ég bjó í um tíu ár í Lundi í Svíþjóð. Þar bjó fjöldi Íslendinga og bjuggu aðallega í tveimur blokkahverfum, mest námsmenn en þónokkrir voru í vinnu.

Þeir læknar sem komu þangað í sérfræðinám og skiptu tugum fóru aldrei í þessi hverfi, nei þeir keyptu sér einbýlishús og bíl strax og þeir komu. Þeir blönduðu heldur aldrei geði við almúgan heldur voru með eigin klúbba og samkomur. Hvernig stóð á því að þeir höfðu þennan miklu hærri standard og peningaráð en aðrir get ég ekki sagt um en svona var þetta klárlega. Og það voru vel að merkja bara læknar sem lifðu svona. Ég kynntist mörgum námsmönnu öðrum sem urðu að láta sér lynda að lifa eins og annað fólk.

Að vísu var einn læknir íslenskur sem var mjög sérstakur, hann bjó í öðru blokkahverfinu, átti engann bíl, blandaði geði við sauðsvartan almúgan og oftar en ekki sást hann meira að segja í strætó! Var það haft í flimtingum að eitthvað hlyti að vera athugavert við hans prófgráður í læknisfræðinni...

Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 15:46

16 identicon

Ég hef engan sérstakan áhuga á að taka hér þátt í þeirri þokkalega málefnalegu umræðu sem á sér hér stað um langt nám og launamál lækna o.fl.

Mig langar hins vegar að vekja athygli á þeim rætnu færslum sem eru hér innan um, merktar Jóni Braga Sveinssyni. Hann reynir þar að útmála lækna sem gráðugan og latan lýð.

Það sem ég vildi vekja athygli á varðandi færslurnar er ekki einungis hversu ljótar og mannvonskulegar þær eru í kjarnann, heldur hversu duglegur Jón Bragi er að klína nákvæmlega sama aurinn á blogg nær allra þeirra sem hafa tjáð sig um þessa frétt (ég lét mér nægja að svara honum á fyrstnefnda blogginu):

http://icekeiko.blog.is/blog/icekeiko/entry/1074758/

http://gunnis.blog.is/blog/gunnis/entry/1074761/

http://sigur.blog.is/blog/sigur/entry/1074729/

http://sbodvars.blog.is/blog/sbodvars/entry/1074820/

Sannarlegur illa lyktandi ruslpóstur. Georg Bjarnfreðarson hefði orðið stoltur.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 19:29

17 identicon

@Óskar

hvaða 1.5 milljonir ert þú að tala um? ég veit um lækni sem er sérfræðingur og yfirlæknir á tveimur stöðum, 60 ára að aldri og því með nánast 30 ára reynslu, vinnur eins og  hestur alla virka daga og um helgar vinnur hann heima launalaus(vinnan tilheyrir yfirlækninum og þar með örlitið hærri kaup).

maðurinn rétt slefar upp í 1 milljón með allri sinni reynslu og menntun

jón (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 20:58

18 Smámynd: Sigurjón

Sælt veri fólkið.

Mikið skil ég lækna vel að fara af landi brott.  Þeir fá miklu betri laun erlendis.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 7.7.2010 kl. 21:30

19 identicon

Ég á kannski ekki að vera að tjá mig um þessar launatölur en get varla orða bundist.

Einhver segir að grunnlaun séu þau laun sem við eigum í raun að miða við, þar er ég algerlega sammála, við borgum í lífeyrissjóði af grunnlaunum. Við eigum að eiga kost á því að lifa á grunnlaunum einum saman, við eigum ekki að þurfa að vinna 150 yfirvinnutíma á mánuði bara til að láta enda ná saman.

Læknar eru stétt sem hafa lagt mikla menntun á sig og eiga að sjálfsögðu að vera á ágætis launum. Þeir eru nú fólkið sem hugsar um okkur þegar við eigum um hvað sárast að binda.

Sem í raun vindur mér að því sama og einhver annar segir varðandi leikskólakennara, þeir eru á lágum launum líka og þeir hugsa um börnin okkar. Hvaða fyrirmynd ná þau að skapa ef þeir þurfa líka að vinna 2-3 aukavinnur til að láta enda ná saman.

Lögreglumenn? svipaðar sögur, slökkviliðsmenn eru með 165 þús í grunnlaun. Hækka ekki mikið á þeim þremur árum sem þeir eru að klára sína grunnmenntun í slökkvifræðum, en á sama tíma og þeir eru ráðnir er gerð krafa um iðnmenntun eða sambærilega ásamt því að þeir þurfa að vera með meiraprófs ökuréttindi.

Eftir 9 ár í mínu starfi er ég með grunnlaun uppá ca. 210 þús kr. og enga aukavinnu og mjög lítið sem vaktaálag nær að hækka upp mín heildarlaun. Mínar "aukagreiðslur og álögur" hafa verið ýmist teknar af mér og launin lækkuð sem nemur 26% af mínum útborguðum launum sem þýðir í raun að kjaraskerðingin er meiri. Hvenær á að kíkja á "millistjórnendur" í fyrirtækjum og fjármálasnillingana sem alltaf ná að halda sínum kökusneiðum.

Kristján (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 21:47

20 identicon

SKÖMM af því að láta þessa " vitleysinga " hrekja sig úr landi .

Þetta er virtur læknir , sem nú er búinn að fá nóg .

Eins og við ÖLL .

Kristín (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 23:03

21 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það sem ég vil benda á í þessari færslu minni er að það eru svo margar stéttir hér á landi sem mættu hafa hærri laun - vissulega. Allar eru þessar stéttar nauðsynlegar til að halda þjóðfélaginu gangandi. Það væri auðvitað fullkominn sigur AGS ef þeir ná að flæma alla menntaða einstaklinga af landi brott þar sem gullið er annarsstaðar. En stundum þarf þjóð að standa saman og bíta frá sér. Hugsa jafnt um náungann og sjálfan sig. Ég er ekki hlynnt niðurskurðinum sem á sér stað. Tel hann ekki henta þjóðfélaginu og það eru til aðrar leiðir. Þessar aðgerðir hvetja til landflótta og stöðnunar í hagkerfinu, svo mikið er víst. Þetta höfum við séð í örðum löndum þar sem AGS hefur haft íhlutun mála. En fremur en að hlaupa af hólmi þá getur stundum borgað sig að sitja sem fastast og berjast fyrir rétti sínum og þjóð sinnar. Það á líka við um læknana. En því miður þá virðist enn sem komið er aðallega vera þeir sem minnstu launin hafa sem kalla á sanngirni fyrir þjóð sína og biðja um úrræði. Meðan aðrir bara fara.

Þjóðin ætti að standa saman og ráðast gegn rót vandans í stað þess að flýja af hólmi. Það eru mín skilaboð - sem kannski hafa ekki komið mjög skýrt fram.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.7.2010 kl. 23:12

22 identicon

Hvað mynduð þið gera ef ykkur væri boðið laun með tvöfaldan eða þrefaldan kaupmátt erlendis? Og svo ef þið þekktuð tungumálið og menninguna einnig, mynduð þið hugsa ykkur um tvisvar?

Bjarni (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 12:28

23 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Erfið spurning. Færi vissulega eftir aðstæðum. En kannski óþarfi að hvetja aðra til að gera það saman með blaðaskrifum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.7.2010 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband