7.7.2010 | 14:49
Hvað ef tilmælin hefðu verið þau að greiða til baka ofgreidd lán?
Hefðu viðskiptabankarnir þá boðið viðskiptavinum sínum að koma og þiggja 5000 kr af hverri milljón höfuðstóls næstu mánuðina? Held ekki.
Hvað ef viðskiptavinurinn segur - nei takk - ég bíð úrskurðar. Mun þá viðskiptabankinn frysta viðkomandi lán á meðan? Eða leggur hann á dráttarvexti af skuldinni og fer jafnvel í innheimtuaðgerðir?
Það þarf að útskýra þetta svolítið betur fyrir neytendum - sem eigu jú með réttu að njóta vafans. Hvað stendur þeim raunverulega til boða og hverjar verða aðgerðirnar ef þeir sætta sig ekki við þetta en kjósa að njóta vafans?
Það er merkilegt hvað það eru alltaf fáir fletir á kostaboðum viðskiptabankanna. Og ef tillit er tekið til neytanda - engir fletir.
Það er ekki búið að fella úrskurð um þetta ennþá. Neytendur hafa beðið réttarstöðu sinnar í tæp tvö ár. Held að fjármálafyrirtæki geti rétt eins vel beðið! Þeim er það skylt. Það eru ennþá lög í þessu landi og ef það á ekki að fara eftir þeim, til hvers eru þau þá?
Bankar fara að tilmælum Samtaka fjármálafyrirtækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er að koma nyðurstaða frá hæstarétti um lánin fyrir firsta september og þangað til ætti fólk að skaka á því þetta tilboð er sanngarnt.
Sigurður Haraldsson, 7.7.2010 kl. 14:53
Hvað meinar þú? Þetta er fín lausn á meðan að beðið er eftir niðurstöðum. Ef fólk þiggur þetta ekki þá þurfa þau væntanlega að borga eins og gert var ráð fyrir, þ.e.a.s. án tillit til dóms hæstaréttar og án tilmæla Seðlabankans. Það er miklu hærri upphæð. Þetta er fín lausn og maður veit nákvæmlega hvað maður á að borga. Þegar niðurstaða kemur þá sér maður stöðuna á láninu.
Ég er á þeirra skoðunar að vextir samningsins eiga að halda en þegar niðurstaða er fengin í málinu þá verða lánin gjaldfeld (ef það hefur ekki þegar verið greitt upp).
Ólafur Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 15:09
Hvernig dettur þér í hug Ólafur að segja "þá þurfa þau væntanlega að borga eins og gert var ráð fyrir, þ.e.a.s. án tillit til dóms hæstaréttar og án tilmæla Seðlabankans". Álítur þú að hægt sé að skikka fólk til þess að greiða án tillits til dóms hæstaréttar!? Ertu með þessu að segja að ákvarðanir fjármálafyrirtækja og tilmæli Seðlabankans séu hafin yfir dóm hæstarréttar?
Hefur það hvarflað að þér Ólafur að fólk er engann veginn skylt til þess að taka þátt í eða framfylgja því sem æðsti dómstóll landsins er búinn að dæma ólöglegt? Er virkilega ekkert kennt lengur í skólum landsins um einföldustu grundvallaratriði nútíma réttarríkis?
Og hvað með þá sem þegar hafa greitt of mikið eins og Lísa Björk minnist á?
Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 16:07
Ef að viðkomandi þyggur ekki þessa tillögu eða tillögu Seðlabankans þá þarf hann að borga eins og gert var ráð fyrir. Hvað sem öllu líður þá þarf viðkomandi að borga s.kv. greiðsluseðli.
Dómurinn dæmdi tvö lán ólögleg. Strangt til tekið, þá eru öll lán sem eru EINS og þessi tvö lán ólögleg. En vandamálið er að þessi lán voru ekki stöðluð og því eru til ótal margar gerðir af þessum lánum. Sum voru sannarlega erlend lán, önnur ekki. Ég veit að mitt lán er ólöglegt, bankinn er væntanlega ekki á sama máli. Það er ekki okkar að meta. Það er dómstóla að kveða úr um hvaða lán eru ólögleg eða ekki. Á meðan er kærkomið að fá að borga t.d. 5.000 kr. á hverri miljón. Svo einfalt er það!!
Þetta ætti að svara spurningum þínum, Jón Bragi.
Ólafur Guðmundsson, 7.7.2010 kl. 16:34
Lögin segja skýrt og greinilega að lán sem greitt er út í íslenskum gjaldeyri megi ekki tengja við erlendan gjaldeyri. Og það er það sem Hæstiréttur staðfesti. Bankarnir vita væntanlega um hvað lán er að ræða og ef þeim dettur í hug að senda út greiðsluseðla þar sem byggt er á þeirri lögleysu sem búið er að dæma í þá get ég ekki séð að neinum sé skylt að greiða þá.
Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 17:02
Ólafur. Það er mjög skýr munur á erlendu láni og íslensku láni sem tengt er við erlenda mynt. Erlenda lánið er tekið í erlendri fjárhæð og greitt af því í erlendri fjárhæð. Slík lán eru ekki ólögleg. Gengistryggt lán er veitt í íslenskum krónum, borgað af því í íslenskum krónum en það er tengt við gengi erlendra gjalmiðla. Slíkt er ólöglegt og hefur verið frá árinu 2001 ef ég man rétt.
Bankarnir eru líkt sem áður að bjóða fólki samninga sem fólk heldur virkilega að sé þeim til góða. En í raun hafa þeir ekki leyfi til að taka lögin í sínar hendur - aftur. Því skyldi fólk greiða einhverja geðþóttaupphæð viðskiptabankanna meðan beðið er eftir dómi? Ekki tóku þeir tillit til almennings meðan þeir biðu síns dóms!
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.7.2010 kl. 17:06
Alveg sammála Lísa Björk. Lántakendur eru með réttinn sín meginn og bankarnir verða að fara bónarveg að þeim ef þeir ætla að fara fram á eitthvað annað en þá vexti sem kveðið er á um í lánasamningnum þ.e. að mér skilst um 3% án allrar gengis- eða verðtrygginga. Ef stolið er af mér þá held ég að ég ætti erfitt með að setjast niður og semja um að ákveðnum hluta þýfisins verði skilað en hinu ekki..., jafnvel þó að allar stofnanir landsins sendu út tilmæli þar að lútandi og að ríkisstjórninn lýsti því yfir að þjófurinn væri aumur og fátækur og þyrfti að sækja um aðstoð hjá Féló ef ég léti svo illa við hann að heimta mitt til baka.
Jón Bragi Sigurðsson, 7.7.2010 kl. 18:19
Ég verð að viðurkenna eftir að hafa kynnt mér þetta aðeins betur, að það hefur auðvitað enginn dómur fallið ennþá um húsnæðislán gengistryggð þó svo vissulega gefi það auga leið að þau séu ólögmæt líka. Sumum finnst þetta ágætis úrlausn meðan beðið er og ég ætla ekki að styggja þann hóp. Hver dæmir fyrir sig. Það er í því tilfelli ekki verið að ganga á fallin dóm og ég verð að viðurkenna ákveðin mistök af minni hálfu þar sem ég hélt að þetta ætti líka við um bílalán. Hitt er annað að fólk þarf að kynna sér stöðu sína í þessum málum mjög vel.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.7.2010 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.