Hey - þú sem allt þykist vita! Já þú.

Hvað segir sá hópur fólks sem fussar og sveiar yfir þeim sem eru að reyna að ná fram réttlæti fyrir almenning um þetta? Er Jón Ásgeir að reyna að koma sér heim í klíkuna til að fá betri meðferð? Þessi náungi sem hefur átt þátt í því að koma undan peningum og maka eigin krók á kostnað okkar.

Ég tel það nokkuð ljóst. Nú? Haldið þið að það séu ekki klíkur hérna? Aha. Hvernig stendur þá á því að það er t.d. einstaka fólk sem getur hagnast á uppboðsbílum óheppinna kreppufórnarlamba. Þeim er boðið uppá úrvalið fyrir lítinn pening. Ekki satt? Það var talað um þetta í útvarpinu - að hver og einn einasti bílasali vissi af þessu. Ég trúi því, en þú?

Engar klíkur. Hvað með stóru klíkuna sem gerir allt til að fjármagnið, eða auðvaldið eins og sumir kalla það, sé styrkt á allan mögulegan hátt. Þrátt fyrir dóma jafnvel.

Já - nú fussar þú og sveiar. Þetta fólk vill bara ekki borga. Auðvitað er það ekki réttlátt. Sjáið mótmælakjánana sem berja pönnur og potta. Bara lið sem vill ekki borga skuldirnar sínar.

En þú sem allt veist áttar þig ekki á því að þetta fólk og almenningur að stórum hluta vill einmitt borga skuldirnar sínar. En ekki endilega skuldir manna eins og Jóns Ágeirs! Ef það ÞARF að borga skuldir manna eins og Jóns Ásgeirs, þá þarf það fyrst að geta borgað sínar eigin áður en það borgar hans líka. Til þess þarf fólk mismikinn tíma.

Sumir misstu jú atvinnutækin sín og þar með atvinnuna. Fjármálafyrirtæki hirtu svo þessa eign, seldu jafnvel til góðkunninga sem græddi vel, en sá sem tók lánið þarf að borga allt sitt líf. Það finnst þér réttlátt ekki satt.

Hvað með fólkið sem missti vinnuna. Þarf að sjá fyrir fjölskyldunni sinni. Hefur alltaf borgað lánin sín en getur það ekki nákvæmlega þessa stundina? Sérstaklega þar sem lán manna eins og Jóns Ásgeirs (örðu nafni bankahrunið) hefur nú bæst ofaná. Er þetta fólk eitthvað mótmælendapakk?

Nei - ég bara spyr. Þú sem allt þykist vita. Villt ekki láta sjá þig með "þessu fólki" sem ber potta og pönnur núna fyrir framan höfuðstöðvar AGS. Veistu í raun eitthvað? Veistu t.d. hvaða aðferðum AGS beitir til að ná fram kröfum auðvaldsins í hinum stóra heimi? Og er þér sama? En ef þú misstir nú vinnuna á morgun og værir komin í vanskil eftir nokkra mánuði? Væri þér ennþá sama?

Þessi litli en öflugi hópur fólks sem sumir kalla "þetta fólk" - mótmælendurnir - eru að berjast fyrir sanngirni og réttlæti til hana öllum. Ekki bara sér, heldur þér líka. Vissirðu það? Þetta er fólk úr öllum stéttum. Skuldugt eða ekki skuldugt - vissirðu það?

"Þetta fólk" er meðal annars ég - hvenær sem ég hef tíma til að verja réttlæti almennings. Og er stolt af því. Mér er nefninlega ekki sama um það hvernig öðrum líður og hvort þúsundir íslendinga verða fátæktinni að bráð. Bara útaf því að Jón Ásgeir og vinir hans fóru á einkaflipp með peninga sem voru ekki til.

Vissir þú þetta? Nú - ekki?

Hvernig væri þá að sýna samstöðu!


mbl.is Réttarhöldin ættu heima á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband