Íslendingar geta þakkað fyrir heimsku ríkisstjórnarinnar!

Í annað sinn á skömmum tíma virðist sem ráðamenn hafi skotið sig í fótinn með eigin heimsku - okkur til hagsbóta. Nú fyrir skemmstu þegar lög um gengistryggð lán voru túlkuð af hæstarétti og þau þar með án alls vafa, ólögleg - (lög sem fræðingar ríkisstjórnar hefðu átt að geta túlkað rétt). Og nú kemur á daginn að þeir aðilar sem álösuðu skúffufyrirtæki útrásarvíkinga og létu stórum - búa svo barasta til eitt slíkt "næstum" sjálfir. Ólöglegt - again!

Hversu mörg lög - samþykkt af Alþingi - mun Alþingi hundsa og hlaupa í kringum - áður en einhver segir stop!

Hefur enginn vald til að slíta þessari stjórn? Þetta er nú meiri fjárans samsuðan.  Vinstri "grænir" eru álíka grænir og appelsínugulur froskur á kjarnaúrgangseyju. Og samfylkingin. Þeirra einu áform eru að gefast endanlega upp með allt sjálfstæði og senda okkur í ESB. Þegar þeir hafa leyft AGS að rífa hér allt upp með rótum og traðka niður almenning, fyrir auðvaldið. Hrópandi loforð um skjaldborg heimilanna rétt á meðan þeir skrifa undir yfirlýsingar þess efnis að setja megi þau í gapastokkinn frá og með október 2010.

Auðvaldið hefur svo birst okkur í hinum ýmsustu myndum, með leyfi stjórnvalda, og hirt af okkur aleiguna, gefið hana bestu vinum sínum og sent okkur hinum feitan reikning. Afskrifað okkur síðan yfir í nýju bankana sem "væntanlegt gjaldþrot".

Krúttlegt.

Hvað þarf ein lítil þjóð að ganga í gegnum til að geta krafist þess að fá heiðarlega umboðsmenn fyrir sig inn á þing? Öðru nafni Alþingismenn?


mbl.is Iðnaðarráðuneyti leiðbeindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband