Eiga þessir menn endalaust að ganga lausir?

Mér vitanlega væri búið að stinga Jóni Ásgeiri og félögum í steininn fyrir löngu ef þeir hefðu drýgt syndir sínar annarsstaðar en á Íslandi. Og frysta og selja eignir þeirra uppí skuldir fyrir lifandis langa löngu. Og ég held að það hefðu farið lögfræðingar í það að finna eignir hans og verðmeta. Afhverju í ósköpunum á hann að gera það sjálfur. Heldur virkilega einhver að maðurinn stingi ekki undan eins og hann betur getur?

Persónulega skil ég ekki hvernig tekið er á fólki sem fremur svona glæpi. Það er eins og það sé bara ekkert mál. Bankarán innanfrá er semsagt leyfilegt. Eða í það minnsta eru viðurlögin ekki mikil. Þetta er nú ekki beint til að hindra það að þetta gerist aftur í framtíðinni.

En sért þú fátækur og stelir þér banana útí búð - þá máttu dúsa.

Merkilegt kerfi.


mbl.is Seldi fasteign degi fyrir frystinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

þETTA ERU BARA MISTÖK - HANN TALAR EKKI MÁLIÐ SEM ER NOTAÐ ÞARNA ÚTI OG SVO ÞARF HANN AÐ EIGA FYRIR DIET KÓK

LÁTTU MÁLLAUSANN ÞURFALING Í FRIÐI KONA.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.7.2010 kl. 11:22

2 identicon

Eitthvað segir mér samt að þessi maður eigi eftir að fá á sig þunga dóma og það kæmi mér alls ekki á óvart ef yfirvöld í Bandaríkjunum myndu sækja hann til saka fyrir rest. Hann er því að öllum líkindum búinn að vera eða fucked eins og kaninn segir.

SjonniG (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 12:46

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Já - best að vera ekki að argast útí eymingjans þurfalinginn.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.7.2010 kl. 15:45

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Eitthvað segir mér að hann fái skilorðsbundinn dóm ef hann fær þá einhvern dóm, amk hér á Íslandi. Ég er þess handviss að peningaslóðir þessara manna liggja alveg uppí hæstarétt.

Sævar Einarsson, 15.7.2010 kl. 17:46

5 identicon

Ég næ ekki röksemdafærslunni hjá þér , viðskiftafræðingur  á að stinga fólki inn bara af því þér finnst að það sé rétt að gera það ?, þrátt fyrir að allt sé á hvolfi  og sumir stóru mattadorarnir í gamla dæminu hafi dansað hratt í kringum Gullbolann, þá er ekki endilega þar með sagt að þeir hafi framið glæp , a.m.k. ekki lagalega séð fyrr en það hafi verið sýnt fram á það nægilega vel til að hægt sé að ákæra , rétta og dæma ,  hvað svo sem má segja um þetta all saman í siðferðilegu samhengi.

 Ég er að vísu nokkuð viss um að sumt af þessu dæmi á eftir að sýna sig að vera á þeim nótum að einherjir af þessum gaurum, fái fría gistingu hjá ríkinu í einhver ókominn ár, en á meðan enginn hefur verið dæmdur , þá held ég að við verðum að halda okkur við að sönnunarbyrðin liggur hjá ákærandanum,  og að allir teljist saklausir uns sekt er sönnuð. Ef við hendum því prinsippi þá getum alveg eins öll sömu lnáð okkur í haglara og farið á mattadóraskyttirí , og auðvitað tekið svolítið að liði með í leiðinni , sem okkur erprívat  illa við , svona af því bara...

Bjössi (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 19:16

6 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það má svosem vel vera að það sé löglegt að ræna banka svona innanfrá og koma undan peningum. Hélt að nóg af þessu væri komið uppá yfirborðið til að viðkomandi væri í það minnsta settur í gæsluvarðhald meðan athugað væri með þessi mál. En vissulega er ég ekki lögfræðingur Bjössi.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 16.7.2010 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband