Evrópusambandið reynir að klóra í bakkann.

Auðvitað vissu þessir háu herrar það sem aðrir vissu, að ríki ættu ekki að þurfa að bera ábyrgð á bankainnistæðum einkabanka. Glöggir menn (og konur) voru búnir að benda á þetta. Eins voru lög um ábyrgðir tengdar algeru bankahruni heillar þjóðar ekki til staðar sem slíkar, en frakkar höfðu þó í sínum lagabálkum tilgreint að ábyrgð á slíku væri ekki ríkisins.

Nú er reynt að ýta því að okkur að rangt hafi verið staðið að innleyðingu tilskipunar um innistæðutryggingar. Hafi svo verið - er þá ekki fullseint í rassinn gripið að benda á það núna? Hefði ekki átt að gera athugasemd við það í upphafi?

Ég hugsa að hinir háu herrar sem velgja stólana í Brussel hafi ekki gert sér grein fyrir sterkum vilja Íslensku þjóðarinnar og andstöðu hennar við ESB. Setja ríkisstjórnina í rassvasann með hótunum og látum og þar með væri málið dautt og landið í höfn. Fiskimið, auðlindir og allur pakkinn.

Ég held að Össur ætti nú bara að fara að hundskast heim og hætta þessu japli þarna úti. Þjóðin hefur margsinnis sýnt það í skoðanakönnunum að hún vill ekkert með ESB hafa. Og þjóðkjörnir fulltrúar okkar OG MÁ ÉG ÞÁ BENDA Á VG SEM VORU KJÖRNIR VEGNA ANDSTÖÐU VIÐ ESB skulu værsgo hlusta á sína þjóð.

Hér þarf að byggja upp heilbrigt kerfi og ekki seinna vænna en að byrja strax.


mbl.is Innleidd án athugasemda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband