26.8.2010 | 11:10
Fyrirgefðu Steingrímur - en um hvað nákvæmlega ertu að semja?
Vá - þetta hljómar eins og "vissi af þessu gat bara ekki sagt frá" eða "vissi þetta ekki en viðurkenni það aldrei" dæmi!
Um hvað í ósköpunum ertu að semja Steingrímur? Ef það er svona morgunljóst að ríkið beri ekki ábyrgð á innistæðutryggingum að hámarki 20.000 evrur - hvað er það þá sem þið ætlist til að við borgum? Almenningur? Og hvers vegna?
Sem fjármálaráðherra er ákveðin krafa á það að vera skýr í svörum.
Það er alveg á hreinu að bankahrunið má beint rekja til ríkisstjórna og kaupsýslumanna sem fóru offari. Ef þið ætlið að fara að borga brúsann erlendis, þá skuluð þið pent borga almenningi allt það sem þeir hafa misst og tapað vegna hrunsins. Tekjur, húsnæði, bíla og hvað eina.
Takk pent.
Vopn sem nýta skal í Icesave-baráttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyr heyr... lokapunkturinn þinn er það sem þetta snýst allt saman um, það á að borga bretum og hollendingum það sem þeir hafa tapað af "prinsippástæðum" en svo megum við (sem borgum) sætta okkur við okkar tap.
Frosti Heimisson, 26.8.2010 kl. 12:27
Þeir sem áttu pening á reikningum hér fengu þá greidda, þ.e. töpuðu þeim ekki. Það er mismunin í því að greiða innistæðueigendum sumra útibúa en ekki annara sem flækir málið. Þetta er eins og að viðskiptavinir útibús banka í Lækjargötu fái allt endurgreitt en ekki viðskiptavinur í sama banka sem átti í viðskiptum við útibúið í Árbæ.
Mér ofbýður þegar kona sem segist vera viðskipafræðingur, endurskoðandi og meistaranemi í fjármálum hefur svona lítinn skilning á málunum og segir "þá skulið þið borga almenningi allt sem þeir hafa misst og tapað vegna hrunsins". Hverjir eru þessir "þið"? Eru það ekki við eða áttu von á að alþingismenn borgi þetta úr eigin vasa?
Ef svona fjármálamenntuð kona talar svona, þá er ekki von að ráðherrar með dýralæknamenntun eða aðra menntun álíka ótengda fjármálum séu að klúðra þessum málum.
Jón (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 12:45
Jón, innistæðutryggingar hér innanlands eru allt önnur ella. Það var skýr ábyrgð á innistæðum hér á landi. Hefðu þessir útlendingar lagt peningana inn hér á landi, þá hefðu þeir verið tryggðir. Íslendingur sem hefði lagt inn á Icesave í UK væri jafn illa staddur og bretar og hollendingar. Lísa er með þetta á hreinu og þess vegna getur hún skrifað svona.
Frosti Heimisson, 26.8.2010 kl. 13:06
Fyrirgefiði, Þetta hefur alltaf verið bara not relevant í máinu. Meina, það vri alveg hægt að setja lög hérna sem segðu: Ísland ber eki ábyrgð á icesaveskuld Íslands o.s.frv. - og malið væri þá dautt líklega ,,samkv. íslenskum lögum"
Málið snýst um skaðaótaábyrgð ríkja ef ákv. EES eru ekki uppfyllt! Halló. Í vissum tilfellum virkjast skaðabóteffekt. Umrætt tilfelli fellur undir öll skilyrði sem þarf til að skaðabótaeffekt myndist. Öll. Og reyndar eru brotin á EES í umræddu tilfelli sem vekja skaðabótaskyldu, þrjú (3) mjög alvarleg brot og/eða brestir á umræddum samningi.
Þannig er lagaleg skylda landsins tilkomin í umræddu tilfelli. þetta sem nú er uppi ,,samkv. íslenskum lögum" er endurvinsla á mörgum atriðum sem 100.000X er búið að fara yrfir! Atriði sem marg, margbúi er að fara yfir og pakkað núna inn handa ykkur í ,,samkv. ísl. lögum". Þreytandi svna bull.
Sko, greyin mín, lesið nú álit ESA! Lesið!
http://www.eftasurv.int/media/internal-market/LFN-Icesave.pdf
Ef þér eigi getið svarað þessu og komið með mótrök og þá dómafordæmi agnstætt þessum rökum þar sem farið er yfir lið frir lið hvernig skaðabótaeffektinn virkjast í umræddu tilfelli - þá verð eg að túlka sem svo að þið hafið engin rök gegn þessu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 13:45
,,Það var skýr ábyrgð á innistæðum hér á landi"
Nuuú , þetta er frumleg túlkun - og hvar var hún þá? Í hvaða lögum?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.8.2010 kl. 13:48
Innistæðutryggingar innanlands eru ekkert önnur ella. Þessi útibú voru ekkert frábrugðin eða öðurvísi aðskilin íslensku bönkunum en útibúin í Árbænum eða Mosfellsbæ. Það var verið að handvelja þá sem fengu innistæður sínar tryggðar. Það hefði allt eins mátt flokka þetta eftir aldrei eins og verið er að gera varðandi þjóðerni. Þannig hefði t.d. mátt ákveða að allir undir fertugu væru með innistæður tryggðar, hinir ekki.
Jón (IP-tala skráð) 26.8.2010 kl. 14:17
Fyrirgefðu að viðskiptafræðingur hafi pólitískar skoðanir í vitlausa átt Jón. Og hver bað ríkið um að handvelja einstaklinga (fjármagnseigendur) og greiða ákveðnum hluta meðan að þeir (sem áttu ekki mikið fyrir) máttu missa það litla sem þeir þó áttu - og jafnvel vinnuna! Kreppan bitnar ekki bara á þeim sem eiga fjármagn - líka hinum sjáðu til. Það er akkúrat ekkert viðskiptafræðilegt við þetta ef svo má segja, kannski lagaágreiningur - já - en aðallega pólitík. Hinsvegar er margt viðskiptafræðilegt í aðdraganda og hruni bankanna. Það get ég sagt þér. Og þar klikkaði margt. Eiginlega hefði þetta ekki getað klikkað mikið meira.......
Ómar Bjarki. Hefurðu lesið þér til í Evrópu lögunum þegar um algert bankahrun er að ræða? Þetta hefur nú verið að væflast fyrir þeim sjálfum. Hvaða skaðabótaskyldu ertu að tala um. Nenni ekki að lesa þetta EBS pistla dót. Það geta allir túlkað hluti til hægri og vinstri. Þetta er fyrst og fremst spurning um pólitík.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.8.2010 kl. 15:32
P.s. - ég hef hvergi sagst vera endurskoðandi. Það þarf löggildingarpróf til þess, Jón. Bara svona til upplýsingar.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.8.2010 kl. 15:34
Æ - Ómar Bjarki. Þú ert að linka inná bréf frá Brussel. Og það eru hin einu réttu lög í þínum huga væntanlega? Ég sé þetta bréf sem túlkun á völdum lagasetningum. Ef aðili á hinum kantinum hefði ritað bréf um sama efni væru væntanlega aðrar tilvitnanir og önnur niðurstaða.
Þannig er það bara.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.8.2010 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.