Er möguleiki á að hæstvirtur forsætisráðherra hafi ekki lesið skýrsluna?

Það er merkilegt að Jóhanna furði sig á þessum áfellisdómi. Það virðist sýna það eitt að hún hafi ekki mikið gluggað í skýrsluna. Það er því varla furða að ekki hafi orðið neinar framfarir í stjórnartíð hennar.

Þeir sem hafa gluggað í skýrsluna eru afskaplega meðvitaðir um óregluna og brotin sem framin voru hjá fjármálafyrirtækjunum og þá staðreynd að ráðherrar litu í hina áttina þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir.

Og núna allt í einu hefur hún áhyggjur af Landsdómi! Maður hefur varla heyrt á hann minnst fyrr en undanfarna daga. Sennilega trúðu allir að þingmenn og ráðherrar væru ósnertanlegir með öllu og leyðist allt. Sérstaklega ríkisstjórnin.

Ég vona innilega að það verði gert framhald af skýrslunni - sem sýni vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar í þágu þjóðarinnar. Vinnubrögð sem styrkja og styðja við fjármálafyrirtæki og auðmenn en láta landsmenn missa aleiguna.

Hver skyldi titra þá?


mbl.is Áfall að ekki náðist samstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Vitleysan sem kemur frá Jóhönnu er átakanleg. Hún er algerlega úti að aka með Jónínu. Það að ekki náðist samstaða í þingmannanefndinni er bara kostur. Afleiðing af því er, að umræða hlýtur að fara fram á Alþingi, frammi fyrir alþjóð. Það er stórkostlegur ávinningur.

 

Jóhanna vildi leggja niður Landsdóm, það tæki sem líklegt er að skili okkur verulegum ávinningi. Nú er mikilvægt að spillingin á Alþingi nái ekki að þrengja umboð saksóknara Alþingis, sem skipaður verður. Leiða verður alla ráðherra Þingvalla-stjórnarinnar fyrir dóminn og hafa umboð saksóknarans ótakmarkað. Almenningur verður að veita Alþingi strangt aðhald.

 

Jóhanna segir að þingmenn fari raunverulega með ákæruvaldið. Þetta er ekki rétt, heldur er Alþingi kærandi, sem er allt annað. Þetta er sambærilegt við að almennur borgari sendi kæru til Ríkissaksóknara. Þessi borgari er ekki með ákæruvaldið, heldur tekur Ríkissaksóknari ákvörðun um hvort lögreglan rannsakar málið og að þeirra rannsókn lokinni, getur verið að Ríkissaknsóknari leggi fram ákæru fyrir héraðsdómi.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.9.2010 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband