Ávísun á hægfara "Harakiri" stórs hluta þjóðarinnar

Þetta er nú nákvæmlega það sem buddan mín hefur verið að segja mér undanfarin tvö ár þó svo Steingrímur Joð vilji telja fólki trú um annað.

Og á meðan kaupmáttur hefur fallið um 15,5% hafa þess utan tugþúsundir manna misst atvinnuna og það er ekkert lát þar á.

Hafa bætur hækkað að sama skapi? Nei - auðvitað ekki. En nú skal skera á barnabætur og laun í fæðingarorlofi. Það á einnig að drepa atvinnulífið með hærri tryggingargjöldum og sköttum. Þess utan sem allar skattahækkanir undanfarins árs fer beint inn í neysluna.

En þetta er ekki nóg - það á að halda áfram á þessari braut. Fremja hægfara Harakiri á þjóðinni. Og auðvitað hirða heimilin og "setja þau í ríkiskassann".

Nú fer á stað nauðungarsöluhrina og 4/5 af þessum nauðungarsölum eru í boði sjálfs ríkisins meðan 1/5 er í boði bankanna.

Auðmennirnir og hálaunaðir framkvæmdarstjórar eru með lögheimili erlendis, greiða ekki skatta í ríkiskassann og glotta yfir eymingjunum sem kúldrast hér og láta þetta yfir sig dynja.

Halló - STOP.

Þetta gengur ekki upp. Formúlan á bak við þetta er alröng. Hún hentar AGS og ESB sem er skítsama um nokkra aumingja hér á Íslandi (jafnvel tugþúsundir) og millistéttin má þurrkast út. Og ríkisstjórnin hlustar á fyrirmælin handan hafsins - beygjir sig og bugtar og segir "yes sir".

Engin heildstæð hugsun í kollinum virðist vera. Enginn vilji til að láta þjóðina ganga fyrir hinum háu herrum handan hafsins. Kjarkurinn í kjallaranum - eða neðar.

En við getum risið upp á afturlappirnar og mótmælt því að líða hægfara dauða. Auðvitað munu verkalýðssamtökin og aðrar klíkur auðvaldsins ekki hjálpa til - þeim líður ágætlega. En við hin VERÐUM að sýna hvað í okkur býr.

Við getum staðið saman og knúið fram breytingar.

Ertu með?


mbl.is Kaupmáttur 15,5% minni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Góður pistill Lísa og mikið sammála þér.

Núna þurfa allir að vera með.

Út frá þeirri samstöðu munum við vinna okkur út úr vanda þjóðarinnar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.10.2010 kl. 10:43

2 identicon

Ísland 2011

 

Björgúlfar og bankamenn og fleiri,

skuldir börnum okkar steyptu í,

kúlulánin fengu meiri og meiri,

afskriftir og fleira fínerí!

En almenningurinn skal fá að blæða,

og allra helst hann falla skal úr hor,

það virðist líka vera um það að ræða

að horfin verði þjóðin næsta vor.

Hjara munu ennþá nokkrar hræður,

sig hneygja undir yfirvaldsins vönd,

en vonlaust mun að lífga gamlar glæður

-allir löngu farnir út í lönd.

.

 

Eyrún Tryggvad (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 10:44

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Stórkostlegt og jafnframt sorglega raunsætt ljóð. Eigðu þökk fyrir Eyrún.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 4.10.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband