Fólk vill úrræði - ekki hættuástand!

Það var margt um manninn á Austurvelli í gær og samhugur þeirra sem þar voru var með eindæmum. Það er greinilegt að þjóðin krefst skýlausra svara um úrræði og endurreisn landsins okkar, afnám valdaelítunnar og gegnsæ vinnubrögð.

En það er sárt ef óorð kemst á þennan samhug þjóðarinnar með því að stofna öðrum í hættu. Það ætti engum að láta sér detta til hugar að henda glerílátum, grjóti og öðru sem getur meitt eða sært aðra einstaklinga. Hvort sem það eru alþingismenn, lögregla eða almenningur.

Mótmælin eru ekki ætluð til að meiða, skemma og eyðileggja. Þau eru til þess að koma bón þjóðarinnar á framfæri á skýran hátt.

Kannski eru mín orð ekki mjög kröftug, en ég vil samt biðja fólk um að eyðileggja ekki á þennan hátt þann hljómgrunn sem þjóðin vill ná. Það er engum til sóma.


mbl.is Búið að slökkva elda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Lísa ég er samála þetta tókst vel og nú er að fylgja því úr hlaði með kosningum fjórflokkin burt!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2010 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband