6.10.2010 | 18:24
Leyfist mér að leiðrétta þig Steingrímur?
Þeir skattar sem hafa verið lagðir á fara ýmist beint í neyslu s.s. auðlindarskattur rafmagns, hækkun virðisauka úr 24,5% í 25,5%, vörugjöld, tóbaks- og áfengisskattur o.s.frv. Lendir því á hvaða stétt sem er.
Hækkun tryggingargjalds dregur úr möguleika atvinnulífsins að greiða laun og ráða starfsfólk. Þetta á líka við um allar stéttar.
Væntanlegum skattaálögum sem skattahópur sendi frá sér þrátt fyrir mótmæli samráðshóps á ýmsum sviðum, eru ekki fýsilegustu kostirnir heldur.
Hins vegar kom fram hjá samráðshóp t.d. að skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram og auka þar með tekjur ríkissjóðs á þessum erfiðu tímum í stað þess að þær kæmu í ríkiskassann síðar meir.
En þar sem þar var ekki um að ræða "auknar skatttekjur" heldur að ríkið væri í raun að taka "lán hjá sjálfu sér" þar sem það fær þessar skatttekjur hvort eð er, þá var ekki mikill hljómgrunnur fyrir því sem stendur.
Markmiðið var að AUKA skatttekjur (ekki fá þær að láni hjá sjálfum sér án vaxta) og til hliðsjónar áttu að vera sérfræðiálit frá AGS og OECD.
Bara svo að sannleikurinn sé á hreinu.
Réttlátari skattbyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Steingrímur myndi ekki kannast við réttlæti þó það myndi bíta hann í rassinn. Sama á við um sanngirni, sannleika og heiðarleika.
kallpungur, 6.10.2010 kl. 18:48
Það held ég að sé orðið deginum ljósara. Varla er hann svona fáfróður - getur það nokkuð verið? Eða kannski heldur hann að hin hámenntaða þjóð okkar sjái ekki í gegnum kjaftæðið sem við erum loks farin að fylgjast með mjög náið.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.10.2010 kl. 19:01
Ekki hægt að leiðrétta Steingrím hinn vitra! Hann veit allt betur en aðrir!!
Eyjólfur G Svavarsson, 7.10.2010 kl. 15:32
Því miður er hann ekki mjög fróður í hagfræði. Það er deginum ljósara.
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.10.2010 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.