Niðurskurðir í aðkrepptu þjóðfélagi eiga ekki rétt á sér. Hvorki samkvæmt hagfræðilegum skilningi né siðferðislegum þegar um heilbrigðisþjónustu er að ræða.
Hér erum við að tala um skerðingu sem getur kostað mannslíf, ekki bara atvinnu fólks sem hefur í engin önnur störf að sækja.
Fram til þessa hefur verið fjallað um ráðherraábyrgð á þeim forsendum að ekki var fylgst með ástandinu í fjármálaheiminum og/eða gripið til úrræða á réttan hátt.
Það væri leitt ef næst, þegar upp kemur spurning um ráðherraábyrgð, að það væri vegna þess að einstaklingum væri stefnt í lífshættu vegna óþarfs niðurskurðar. Vilja Jóhanna og Steingrímur axla þá ábyrgð að einstaklingur eða jafnvel lítið barn deyji vegna aðgerða þeirra? Nei - ég bara spyr?
Það eru til lausnir sem þau vilja ekki horfast í augu við. Nú er verið að kalla fólk á teppið. Hagsmunasamtökin, mótmælendur, bankanna.
Hvað þarf til þess að þau sjái að fólkið vill þau burt!
Ég heyrði brilliant setningu í morgunútvarpinu. Flestir vakna við tíst frá lítilli vekjaraklukku. Forysta þjóðarinnar þurfti 10 þúsund manns og 40 olíutunnur til að rumska - já rumska, því þau eru sko ekki vöknuð ennþá.
85% niðurskurður á sjúkrasviði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.