Tillögur - Endurtekið blogg frá júnímánuði!

Í júnímánuði sl. setti ég inn þessar tillögur um hvað þyrfti að gera til að koma til móts við þá verst settu og taka á skuldavanda í þjóðfélaginu.

1. Frysta lán þeirra sem eru eingöngu á bótum (sama um hverskonar bætur ræðir).

2. Uppreikna framfærsluviðmið bótaþega.

3. Hækka mæðra/feðra laun til einstæðra foreldra

4. Hækka barnabætur þeirra sem minnst hafa

5. Lengja frest vegna nauðungarsölu uns atvinnustig fer batnandi

6. Skoða og leiðrétta húsnæðislán

7. Leiðrétta hækkaða neysluskatta - gera skattaumhverfið hagstæðara.

8. Láta ekki bótaþega eða láglaunafólk greiða skatta af horlaununum/bótunum sem það fær.

9.  Draga úr niðurskurði ríkisins og skapa vinnu fyrir fólkið í landinu.

10. Skattleggja séreignarlífeyrissparnað fyrirfram.

 

Þetta eru allt mögulegar lausnir sem gætu komið í veg fyrir aukinn skaða og aðstoðað þjóðina til að fóta sig aftur.


mbl.is Líst illa á almenna niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

11. Gera nauðsynlegar úrbætur á fjármálakerfinu til þess að tryggt sé að það þjóni hagsmunum almennings, sem núverandi kerfi gerir ekki.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.10.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

12. Uppræta spillingu og "bræðralag" á Alþingi og í hinu opinbera.

Svo má lengi halda áfram.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.10.2010 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband