Kvótanum þarf að dreifa. Hann á að vera almannaeign.

Ástandið bara versnar. Við sem héldum að skelfingarfréttirnar sem stungu í eyrun fyrir ári síðan væru að ná hæstu hæðum og hlytu að réna. En það er nú ekki svo.

Lengi hefur verið deilt um kvóta og kvótamál. Ekki er ég nú sérfræðingur í þeim efnum. Hitt finnst mér augljóst að kvótinn á ekki að vera einkaeign. Honum ætti að dreyfa jafnt til að halda uppi atvinnu á þeim stöðum sem stunda helst sjávarútveg. Hann skyldi síðan skattleggja á eðlilegan hátt og sjá ríkinu fyrir tekjum, ásamt fólkinu sem vinnur við sjávarútveginn.

Ýmislegt hefur verið afskrifað á undanförnum árum. Kvótinn er víst veðsettur í topp og vaxtagreiðslur koma í veg fyrir eðlilega afkomu sjávarútvegs. Má þá ekki bara taka upp rauða pennann, afskrifa draslið og koma auðlindinni aftur til fólksins. Það er greinilegt að núverandi "eigendur" eiga hvort sem er lítið annað en skuldir.

Atvinnulíf sjávarútvegs gæti blómstrað víða um land að nýju og brauðfætt íslendinga að nýju.

Af hverju þarf alltaf að gera hlutina flókna.


mbl.is Atvinnuleysi eykst um helming
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ekki hef ég hagsmuna að gæta varðandi kvótamálin en eftir að hafa sett mig inn í hvað það þýðir að setja kvótann á of margar hendur þá lendum við í sömu málum og var fyrir kvótakerfið þar sem margar útgerðir urðu gjaldþrota á hverju ári og það er ekki það sem við erum að leita eftir í dag. Það þarf ótrúlega mikla fjárfestingu til þess að gera út skip og þar er veiðireynsla mjög dýrmæt. Það þarf að breyta kvótakerfinu á einhvern hátt en útvegsmenn hafa í mörg ár boðist til þess að breyta kerfinu til þess að skapa meiri sátt um það en stjórnvöld hafa ekki gert neitt í þeim málum og síðan kemur þessi maður Jón Bjarnason og ætlar að gjörbreyta kerfinu á skömmum tíma sem er bara ekki í lagi, því það þarf mikið skipulag til þess að framkvæma svona breytingar.

Tryggvi Þórarinsson, 29.10.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband