Jóhanna segist sitja sem fastast - almenningur segir nei!

Nú eru "gömlu pólitíkusarnir" og viðhengi þeirra komin í áróðursslag. Afhverju? Vegna þess að venjulegt fólk sem þorir og leyfir sér að hafa sjálfstæðar skoðanir - óflokksbundnar skoðanir - eru að reyna að koma því inn hjá ríkisstjórn, sem engan vegin virðist skilja - að hér ríkir neyð.

Neyðin snýst ekki um flokka.

Neyðin snýst um fólk.

Gamla pólitíska áran sem hér hefur ríkt yfir vötnum allt of lengi virðist ekki getað stigið úr steinrunnum fótsporum og áttað sig á því að tími flokkselítupólitíkur er liðinn. Það er komið að einstaklingum með kjark, þor, hugmyndir og sjálfstæða hugsun til að stjórna þessu landi.

Ég veit að þeim sem hafa alist upp innan gerræðis flokka og jafnvel einn slíkan í arfleið, eiga erfitt með að meðtaka þessa nýju hugsun og berjast enn sín á milli með ásökunum í fortíð og nútíð.

Svo ég vil endurtaka.

Neyðin snýst um fólk. Og lausnir fyrir fólkið.

Innmúraðir stjórnmálamenn geta ekki sett sig í spor almennings - til þess eru þeir einfaldlega of pólitískir.

Við þurfum fólk til að vinna lausnir fyrir fólk.

 


mbl.is Krefjast utanþingsstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála.

Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 12:30

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér líka Lísa Björk.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.11.2010 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband