Þetta kemur nú ekki á óvart.

Hér er enn ein staðfesting þess að stefna ríkisstjórnar í endurreisn efnahagslífsins er alveg á skjön við þann raunveruleika sem þarf til að koma hjólum þess í gang. Stór hluti almennings gerir sér grein fyrir því og Japanir eru greinilega fullkomlega meðvitaðir um þetta líka. Þessi lækkun á lánshæfismati kemur því lítið á óvart. Hvernig getur þjóð funkerað þar sem peningarnir eru lokaðir og læstir inni í bankastofnunum og lítið sem ekkert er gert til að afskrifa eðlilega eignir fyrirtækja og almennings? Það telst eðlilegt að afskrifa skuldir sem munu að öllum líkindum ekki innheimtast og sýna þar með fram á raunstöðu.

Mikið væri óskandi að eitthvað vitrænt færi nú að gerast í þessum málum. Hefur ríkisstjórnin ekki "spjallað" nóg? Er ekki kominn tími aðgerða?

Hmmm.


mbl.is Lánshæfiseinkunn Íslands lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sennilega þarf að stofna nefnd til að fá úr því skorið hvort búið sé að spjalla nóg og síðan aðra til að fara yfir störf hinnar.

Ákvarðanafælni stjórnarinnar er alveg með eindæmum. Það er ekki nóg með að hún geti ekki komið með tillögur til lausnar vandanum, heldur þorir hún ekki að fara fram með þær tillögur sem að henni er rétt.

Það þarf að skoða allt aftur og aftur, stofna nefndir og starfshópa. Þegar þessir hópar skila svo sínum tillögum getur stjórnin ekki komið sér saman um eitt né neitt.

Það er á kristaltæru að engin lausn mun hugnast öllum. Það þarf að meta hvaða aðferð skilar mestum árangri í að leysa vandann og fylgja því eftir. Ekki hver kostnaður er, ekki hverjir hugsanlega skaðast eitthvað, heldur hvað leysir vandann. Það er það sem mestu máli skiptir.

Vissulega á ekki að rasa um ráð fram, en það er engin lausn að skoða málin út í það óendanlega.

Nú þegar er vandinn nánast óleysanlegur, vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. Það er orðið stutt í þann vendipunkt að ekki verði hægt að leysa hann. Hvað mun það kosta þjóðina?

Gunnar Heiðarsson, 19.11.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þessi ákvarðanafælni svo ekki sé talað um rangar ákvarðanir er að kosta þjóðina gífurlegt fé og óhagræði sem bitnar á þeim sem eiga að halda þjóðfélaginu gangandi, þ.e. heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.

Ég sé enga glóru í þessari stefnu - eða stefnuleysi.

Hækkun skatta enn einu sinni dýpkar kreppuna, það eru ekki meiri peningar til hjá almenningi. Sem þýðir að ríkið verður að greiða þá til baka í formi aðstoðar. Allir tapa.

Þetta er með ólíkindum.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 19.11.2010 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband