Hvað vantar í þessa frétt? ATHYGLI! Grípandi fyrirsögn kannski?

Mannúðlegt að lauma þessari frétt inn. Engin blogg? Hefur bloggheimur ekki áhuga á þeim sem eru í mestu neyðinni? Skemmtilegra að rífast um stjórnmálin, afskriftir og kæru/ekki kæru á hendur bankanna?

Ég var þarna í dag sem sjálfboðaliði. Tíma mínum hefur seint verið betur varið og ég mun standa vaktina aftur ef á þarf að halda. Ég sé ekki eftir tíma mínum á harðaspani að undirbúa úthlutun og aðstoða almenning. Ég sé mun meira eftir þeim tíma sem fólk þarf að bíða til að fá örugga úthlutun.

Sumir bíða í marga klukkutíma fyrir opnun, jafnvel með lítil börn. Bara til að vera öruggir um að fá í þessar kannski tvær máltíðar. Hjarta manns brestur þegar fyrst koma inn konur með barnavagna, börn í fanginu. Eftir margra klukkutíma bið.

Það er 1. desember. Útborgunardagur. Og samt bíða samlandar okkar í margar klukkustundir eftir aðstoð.

Er þetta hægt?

Nei.

 


mbl.is Margir miðað við fyrsta dag mánaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Nei þetta er ekki hægt, samt er þetta pólitísk ákvörðun.  Stjórnin vill ekki hugsa um sína minnstu bræður..

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Björn Emilsson

Lísa Björk. Hvað ætlar sárþjáð islensk þjóð lengi að drattast með ófært fólk til að ráða málum sínum? Eg treysti Hreyfingunni til átaka, rétt eins og takmark hennar er.

Björn Emilsson, 2.12.2010 kl. 00:23

3 Smámynd: Steinar Immanúel Sörensson

nei þetta er ekki hægt og til algjörrar skammar

Steinar Immanúel Sörensson, 2.12.2010 kl. 10:25

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Björn. Fólk innan Hreyfingarinnar, jafnt sem þingmennirnir reyna sitt besta. Koma fram með fyrirspurnir, tillögur jafnvel frumvörp. En það er ríkisstjórnin sem ræður lögum og lofum. Minni flokkar hafa lítil völd innan þings. En hinsvegar er beintenging við almenning sterk og ég hef þá bjargföstu trú að smásigrar vinnist ef þjóðin tekur sýnilegan þátt.

Því miður hafa t.d. mótmæli ekki verið vel sótt, en þau hafa áhrif. Það er þjóðarinnar að rísa upp og styðja við raddir sem tala þeirra máli á sýnilegan hátt.

Þannig er það bara. Sigrar koma með samstöðu.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 2.12.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband